Hún heitir Caterpillar 385 en Suðurverk keypti þessa löngu bómu á hana eingöngu til að sinna þessu verki, að moka sandi upp af hafsbotninum. Í holuna fer í staðinn grjótsalli sem verður undirstaða varnargarðsins. Bóman er 24 metra löng og þetta er armlengsta grafa Íslands, - Björgun og Ístak eiga örlítið styttri gröfur. Gröfustjórinn, Guðjón Sveinsson, getur dýpt henni tólf metra á kaf.
Saltur sjórinn sem frussast yfir fer ekki vel með gröfuna. Fréttamaður þakkar fyrir að standa hlémegin í skjóli af gröfunni, meðan viðtalið við gröfustjórann er tekið og reglulega þarf að þurrka af myndavélinni.