Hæstiréttur hefur ítrekað fjallað um mál ofbeldisfulla sambýlismannsins Magnús Már Guðmundsson skrifar 9. júlí 2009 13:45 Mynd/GVA Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn, sem er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri, var dæmdur fyrir að beita fyrrum sambýliskonu sína grófu ofbeldi linnulítið á þremur árum, 15 kynferðisbrot og þvinga hana til þess að hafa kynmök við 11 ókunnuga menn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Tveggja vikna gæsluvarðhald Konan kærði manninn 10. janúar 2008 fyrir ítrekuð brot gagnvart sér á árunum 2006 til 2008. Daginn eftir úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Þeirri niðurstöðu áfrýjaði maðurinn til Hæstaréttar sem taldi rétt að hann sæti í varðahaldi, en stytti gæsluvarðhaldsúrskurðinn engu að síður um þrjá daga. Hæstaréttardómararnir Hjördís Hákonardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson kváðu upp þann dóm. Sex mánaða nálgunarbann Í lok janúar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart konunni í sex mánuði. Samkvæmt því mátti hann ekki koma nálægt konunni, heimili hennar og vinnustað. Jafnframt mátti hann ekki á neinn hátt hafa samband við hana. Þessum úrskurði áfrýjaði maðurinn til Hæstaréttar sem klofnaði í afstöðu sinni 7. febrúar. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari.Mynd/Anton Brink Hjördís og Páll töldu rök vera fyrir því að hann sætti nálgunarbanni vegna meintra brota og í ljósi tilgangs laga um nálgunarbann. Þau sögðu að tímabundna skerðingu á frelsi mannsins væri að ræða sem gengi ekki lengur en nauðsyn bæri til. Jón Steinar skilaði sératkvæði og sagði að eðli hina meintu brota væru með þeim hætti að engin sjáanleg hætta væri á að maðurinn héldi þeim áfram þar sem þau bjuggu ekki lengur saman. „Kæra á hendur honum um að hafa beitt hana ofbeldi í tengslum við kynlífsathafnir meðan á sambúð þeirra stóð og hann hefur synjað fyrir, getur ekki að mínum dómi talist nægilegur grundvöllur til að skerða nú, eftir að sambúð er lokið, frelsi hans á þann hátt sem krafist er og fallist var á í hinum kærða úrskurði," segir í sératkvæði Jóns Steinars.Farið fram á áframhaldandi nálgunarbann Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Pjetur Skömmu áður en nálgunarbannsúrskurðurinn rann út fór lögreglan fram á að maðurinn sætti áframhaldandi nálgunarbanni gagnvart konunni. Í samtali við fréttastofu sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að embættið hafi talið ríka ástæðu vera fyrir því að farið væri fram á áframhaldandi nálgunarbann til þriggja mánaða. Héraðsdómur hafnaði hins vegar beiðni lögreglunnar 31. júlí 2008 og var þeim úrskurði áfrýjað til Hæstaréttar sem klofnaði aftur í afstöðu sinni í byrjun ágúst. Í þetta sinn skilaði Páll sératkvæði en Jón Steinar og Ólafur Börkur Þorvaldsson mynduðu meirihluta. Hjördís mun hafa verið í fríi. Þeir töldu að ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn myndi brjóti gegn fyrrum sambýliskonu sinni eða raska frið hennar á annan hátt.Sérstakar skoðanir í kynferðisbrotamálumSigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Mynd/PjeturÚrskurðurinn vakti umtalsverð viðbrögð og var talsvert fjallað um hann í fjölmiðlum. Nokkur umræða fór fram í kjölfarið um nálgunarbann og rætt var um að færa ætti úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fullyrti að maðurinn hefði brotið umrætt nálgunarbann. Þá gagnrýndi hún að dómstólar hafi ekki hlustað á kröfu lögreglunnar. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Jón Steinar tjáði sig ekki um þau orð en sagði að menn væru ekki beittir þvingunum nema samkvæmt skýrum lagaákvæðum.Barnsmóðirin fékk ekki að vitna um kynóra mannsins Fjórði og síðast angi málsins kom fyrir Hæstarétt í byrjun maí á þessu ári. Í lögregluskýrslu sem tekin var af barnsmóður og fyrrum sambýliskonu mannsins í janúar 2008 greindi hún frá því að maðurinn hafi viljað kynlíf með fleirum en hún hafi aldrei tekið það til greina. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. Ákæruvaldið taldi nauðsynlegt í aðalmeðferð málsins að barnsmóðirin kæmi fyrir héraðsdóm til að vitna um meintar kynferðislegar hvatir hans og ofbeldishneigð. Hilmar Ingimundarson, lögmaður mannsins, fór hins vegar fram á að barnsmóðurinni yrði meinað að vitna í málinu. Ætlunin væri einungis að sverta manninn í augum dómsins með framburði hennar.Hilmar Ingimundarson er lögmaður ofbeldsinsmannsins.Mynd/Sigurður Jökull Ólafsson Héraðsdómur úrskurðaði 28. apríl að barnsmóðirin mætti vitna og gefa skýrslu í málinu. Þeim úrskurði áfrýjaði maðurinn til Hæstaréttar sem snéri úrskurðinum við, en klofnaði um leið í afstöðu sinni. Páll kom ekki að málinu að þessu sinni en hann er í leyfum frá störfum við Hæstarétt á meðan hann stýrir rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Jón Steinar og Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttardómari, meinuðu konunni að vitna á þeim forsendum að hún gæti ekki gefið vitnisburð í málinu um þau atvik sem snúa að ákærunni. Hjördís var þeim ósammála og skilaði sératkvæði.Fyrir Hæstarétt á nýjan leik Hilmar telur afar líklegt að dómi Héraðsdóms frá því á þriðjudaginn verði áfrýjað til Hæstaréttar. Það verði meðal annars gert af því að of náin tengsl séu milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. Tengslin kunni að flokkast undir vanhæfni. Tengdar fréttir Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20 Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Fær ekki að vitna í grófu ofbeldismáli Hæstiréttur meinaði fyrr í mánuðinum barnsmóður og fyrrum sambýliskonu meints ofbeldismanns að vitna í máli gegn honum. Maðurinn er talinn hafa beitt aðra konu sem hann bjó með grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á fjögurra ára tímabili. 18. maí 2009 14:30 Nálgunarbannsmál sent til Ríkissaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem teygði anga sína út fyrir landsteinanna á meintum brotum manns gegn sambýliskonu sinni. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara sem ákveður í framhaldinu hvort maðurinn verður ákærður. 18. september 2008 16:02 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30 Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00 Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9. september 2008 23:19 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30 Lögmaður: Rauf ekki nálgunarbannið Maður sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi braut ekki sex mánaða nálgunarbann sitt gagnvart konunni, að sögn Hilmars Ingimundarson verjanda mannsins. 14. ágúst 2008 11:55 Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11. ágúst 2008 16:39 Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar Björn Bjarnason segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan fengi vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. 11. ágúst 2008 14:15 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11. ágúst 2008 12:22 Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9. júlí 2009 12:21 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Mál tengd manninum sem var dæmdur í átta ára fangelsi á þriðjudaginn hefur fjórum sinnum komið inn á borð Hæstaréttar eftir að sambýliskona mannsins kærði hann fyrir gróft ofbeldi í janúar 2008. Þrívegis klofnaði Hæstiréttur þegar rétturinn úrskurðaði tvisvar um nálgunarbann og hvort að barnsmóðir mannsins fengi að vitna í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Maðurinn, sem er háskólamenntaður Reykvíkingur á fertugsaldri, var dæmdur fyrir að beita fyrrum sambýliskonu sína grófu ofbeldi linnulítið á þremur árum, 15 kynferðisbrot og þvinga hana til þess að hafa kynmök við 11 ókunnuga menn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Tveggja vikna gæsluvarðhald Konan kærði manninn 10. janúar 2008 fyrir ítrekuð brot gagnvart sér á árunum 2006 til 2008. Daginn eftir úrskurðaði Héraðsdómur Reykjavíkur manninn í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna rannsóknarhagsmuna. Þeirri niðurstöðu áfrýjaði maðurinn til Hæstaréttar sem taldi rétt að hann sæti í varðahaldi, en stytti gæsluvarðhaldsúrskurðinn engu að síður um þrjá daga. Hæstaréttardómararnir Hjördís Hákonardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson og Páll Hreinsson kváðu upp þann dóm. Sex mánaða nálgunarbann Í lok janúar komst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að maðurinn skyldi sæta nálgunarbanni gagnvart konunni í sex mánuði. Samkvæmt því mátti hann ekki koma nálægt konunni, heimili hennar og vinnustað. Jafnframt mátti hann ekki á neinn hátt hafa samband við hana. Þessum úrskurði áfrýjaði maðurinn til Hæstaréttar sem klofnaði í afstöðu sinni 7. febrúar. Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari.Mynd/Anton Brink Hjördís og Páll töldu rök vera fyrir því að hann sætti nálgunarbanni vegna meintra brota og í ljósi tilgangs laga um nálgunarbann. Þau sögðu að tímabundna skerðingu á frelsi mannsins væri að ræða sem gengi ekki lengur en nauðsyn bæri til. Jón Steinar skilaði sératkvæði og sagði að eðli hina meintu brota væru með þeim hætti að engin sjáanleg hætta væri á að maðurinn héldi þeim áfram þar sem þau bjuggu ekki lengur saman. „Kæra á hendur honum um að hafa beitt hana ofbeldi í tengslum við kynlífsathafnir meðan á sambúð þeirra stóð og hann hefur synjað fyrir, getur ekki að mínum dómi talist nægilegur grundvöllur til að skerða nú, eftir að sambúð er lokið, frelsi hans á þann hátt sem krafist er og fallist var á í hinum kærða úrskurði," segir í sératkvæði Jóns Steinars.Farið fram á áframhaldandi nálgunarbann Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu.Mynd/Pjetur Skömmu áður en nálgunarbannsúrskurðurinn rann út fór lögreglan fram á að maðurinn sætti áframhaldandi nálgunarbanni gagnvart konunni. Í samtali við fréttastofu sagði Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, að embættið hafi talið ríka ástæðu vera fyrir því að farið væri fram á áframhaldandi nálgunarbann til þriggja mánaða. Héraðsdómur hafnaði hins vegar beiðni lögreglunnar 31. júlí 2008 og var þeim úrskurði áfrýjað til Hæstaréttar sem klofnaði aftur í afstöðu sinni í byrjun ágúst. Í þetta sinn skilaði Páll sératkvæði en Jón Steinar og Ólafur Börkur Þorvaldsson mynduðu meirihluta. Hjördís mun hafa verið í fríi. Þeir töldu að ekki lægi fyrir rökstuddur grunur um að maðurinn myndi brjóti gegn fyrrum sambýliskonu sinni eða raska frið hennar á annan hátt.Sérstakar skoðanir í kynferðisbrotamálumSigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins.Mynd/PjeturÚrskurðurinn vakti umtalsverð viðbrögð og var talsvert fjallað um hann í fjölmiðlum. Nokkur umræða fór fram í kjölfarið um nálgunarbann og rætt var um að færa ætti úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu.Sigþrúður Guðmundsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, fullyrti að maðurinn hefði brotið umrætt nálgunarbann. Þá gagnrýndi hún að dómstólar hafi ekki hlustað á kröfu lögreglunnar. Atli Gíslason, þingmaður VG, sagði Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. Jón Steinar tjáði sig ekki um þau orð en sagði að menn væru ekki beittir þvingunum nema samkvæmt skýrum lagaákvæðum.Barnsmóðirin fékk ekki að vitna um kynóra mannsins Fjórði og síðast angi málsins kom fyrir Hæstarétt í byrjun maí á þessu ári. Í lögregluskýrslu sem tekin var af barnsmóður og fyrrum sambýliskonu mannsins í janúar 2008 greindi hún frá því að maðurinn hafi viljað kynlíf með fleirum en hún hafi aldrei tekið það til greina. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. Ákæruvaldið taldi nauðsynlegt í aðalmeðferð málsins að barnsmóðirin kæmi fyrir héraðsdóm til að vitna um meintar kynferðislegar hvatir hans og ofbeldishneigð. Hilmar Ingimundarson, lögmaður mannsins, fór hins vegar fram á að barnsmóðurinni yrði meinað að vitna í málinu. Ætlunin væri einungis að sverta manninn í augum dómsins með framburði hennar.Hilmar Ingimundarson er lögmaður ofbeldsinsmannsins.Mynd/Sigurður Jökull Ólafsson Héraðsdómur úrskurðaði 28. apríl að barnsmóðirin mætti vitna og gefa skýrslu í málinu. Þeim úrskurði áfrýjaði maðurinn til Hæstaréttar sem snéri úrskurðinum við, en klofnaði um leið í afstöðu sinni. Páll kom ekki að málinu að þessu sinni en hann er í leyfum frá störfum við Hæstarétt á meðan hann stýrir rannsóknarnefnd Alþingis vegna bankahrunsins. Jón Steinar og Viðar Már Matthíasson, settur hæstaréttardómari, meinuðu konunni að vitna á þeim forsendum að hún gæti ekki gefið vitnisburð í málinu um þau atvik sem snúa að ákærunni. Hjördís var þeim ósammála og skilaði sératkvæði.Fyrir Hæstarétt á nýjan leik Hilmar telur afar líklegt að dómi Héraðsdóms frá því á þriðjudaginn verði áfrýjað til Hæstaréttar. Það verði meðal annars gert af því að of náin tengsl séu milli þeirra sem rannsökuðu málið og ákæruvaldsins. Tengslin kunni að flokkast undir vanhæfni.
Tengdar fréttir Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24 Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20 Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58 Fær ekki að vitna í grófu ofbeldismáli Hæstiréttur meinaði fyrr í mánuðinum barnsmóður og fyrrum sambýliskonu meints ofbeldismanns að vitna í máli gegn honum. Maðurinn er talinn hafa beitt aðra konu sem hann bjó með grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á fjögurra ára tímabili. 18. maí 2009 14:30 Nálgunarbannsmál sent til Ríkissaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem teygði anga sína út fyrir landsteinanna á meintum brotum manns gegn sambýliskonu sinni. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara sem ákveður í framhaldinu hvort maðurinn verður ákærður. 18. september 2008 16:02 Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23 Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30 Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58 Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30 Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30 Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00 Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9. september 2008 23:19 Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30 Lögmaður: Rauf ekki nálgunarbannið Maður sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi braut ekki sex mánaða nálgunarbann sitt gagnvart konunni, að sögn Hilmars Ingimundarson verjanda mannsins. 14. ágúst 2008 11:55 Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11. ágúst 2008 16:39 Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar Björn Bjarnason segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan fengi vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. 11. ágúst 2008 14:15 Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56 Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11. ágúst 2008 12:22 Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9. júlí 2009 12:21 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Titringur á Alþingi Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Segir Jón Steinar hafa sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, segir að Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, hafi sérstakar skoðanir í kynferðisafbrotamálum. 8. ágúst 2008 14:24
Réttargæslumaður konunnar sammála lögreglu Þórdís Bjarnadóttir, lögmaður, er sammála yfirmanni kynferðisbrotadeildar höfuðborgarlögreglunnar sem sagði í viðtali við Fréttablaðið að nálgunarbann eigi að vera undir lögreglu komið. Hæstiréttur hafnaði á dögunum kröfu lögreglu um að framlengja nálgunarbann gagnvart manni sem grunaður er um að hafa ítrekað beitt konu sína grófu ofbeldi og misnotað hana kynferðislega. Þórdís er réttargæslumaður konunnar. 9. ágúst 2008 13:20
Barnsmóðir ofbeldismannsins vildi vitna um kynóra hans Barnsmóðir og fyrrum sambýliskona mannsins sem í gær var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir gróft líkamlegt ofbeldi vildi vitna um kynóra mannsins en fékk ekki. Þau bjuggu saman á árunum 1991 til 1998 og eignuðust saman dóttur. 8. júlí 2009 13:58
Fær ekki að vitna í grófu ofbeldismáli Hæstiréttur meinaði fyrr í mánuðinum barnsmóður og fyrrum sambýliskonu meints ofbeldismanns að vitna í máli gegn honum. Maðurinn er talinn hafa beitt aðra konu sem hann bjó með grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á fjögurra ára tímabili. 18. maí 2009 14:30
Nálgunarbannsmál sent til Ríkissaksóknara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á máli sem teygði anga sína út fyrir landsteinanna á meintum brotum manns gegn sambýliskonu sinni. Málið hefur verið sent Ríkissaksóknara sem ákveður í framhaldinu hvort maðurinn verður ákærður. 18. september 2008 16:02
Tveir af ellefu karlmönnum höfðu stöðu sakborninga Tveir af þeim 11 karlmönnum sem tóku þátt í kynlífsathöfnum með parinu sem kemur við sögu í kynferðisbrotamálinu sem dæmt var í í Héraðsdómi í gær höfðu stöðu sakborninga á rannsóknarstigi málsins hjá lögreglu, samkvæmt upplýsingum frá Huldu Elsu Björgvinsdóttur settum saksóknara. 8. júlí 2009 16:23
Telur að ofbeldismaðurinn haldi áfram að beita ógnunum ,,Maðurinn braut nálgunarbannið þó hann hafi ekki ráðist á konuna. Hann hafði samband við hana sem honum var ekki heimilt. Ég sé engin rök fyrir því maðurinn muni ekki halda áfram að beita konuna ofbeldi." 8. ágúst 2008 16:30
Samfélagið þarf að senda kynferðisbrotamönnum ákveðin skilaboð „Mér finnst jákvætt hvað dómurinn er þó langur. Það er kannski ekki að maður sé að gleðjast yfir þungri refsingu í fangelsi, mér finnst það svo kannski annað mál, en mér finnst mikilvægt að samfélagið gefi skilaboð til ofbeldismanna að svona sé ekki liðið," segir Thelma Ásdísardóttir Stígamótarkona um dóm yfir manni sem var dæmdur fyrir margvíslegt ofbeldi, 8. júlí 2009 13:58
Ofbeldisfulli sambýlismaðurinn áfrýjar til Hæstaréttar Karlmaðurinn sem var í dag dæmdur í átta ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni mun að öllum líkindum áfrýja dóminum til Hæstaréttar, að sögn Hilmars Ingimundarsonar lögmanns mannsins. Hann reiknar með að aðalkrafan verði að upphaflegu ákærunni verði vísað frá vegna vanhæfis ríkissaksóknara og sett saksóknara sem gaf út ákæruna í málinu. 7. júlí 2009 17:30
Nálgunarbanni ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttardómari, segir að nálgunarbanni sé ekki beitt nema með skýrum lagaákvæðum. ,,Forsendurnar eru í dómnum." 8. ágúst 2008 15:30
Rannsókn á grófum ofbeldisbrotum nær út fyrir landsteinana Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á grófum brotum manns gegn sambýliskonu sinni teygir anga sína út fyrir landsteinana. Hæstiréttur staðfesti í gær úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maðurinn, sem talinn er hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á rúmlega þriggja ára tímabil, skuli ekki sæta áfram nálgunarbanni. 8. ágúst 2008 11:00
Bíða með að færa úrskurðarvald um nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu Meirihluti allsherjarnefndar vill ekki að svo búnu færa vald til að úrskurða mann í nálgunarbann frá dómstólum til lögreglu, fyrst þurfi að skoða kosti og galla slíkrar breytingar ítarlega. Þetta kemur fram í nefndaráliti meirihlutans vegna frumvarps dómsmálaráðherra um nálgunarbann. Hins vegar leggur meirihlutinn áherslu á að úrræðið nálgunarbann verði virkara. 9. september 2008 23:19
Rík ástæða til að fara fram á nálgunarbann Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir að embættið hafi talið ríka ástæðu til að fara fram á áframhaldandi nálgunarbann manns sem ákærður hefur verið fyrir að beita sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi. 8. ágúst 2008 12:30
Lögmaður: Rauf ekki nálgunarbannið Maður sem grunaður er um að hafa beitt sambýliskonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi braut ekki sex mánaða nálgunarbann sitt gagnvart konunni, að sögn Hilmars Ingimundarson verjanda mannsins. 14. ágúst 2008 11:55
Lifir í ótta eftir að nálgunarbanni var hafnað Kona sem var beitt afar grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi af sambýlimanni sínum í rúmlega þrjú ár er mjög ósátt við niðurstöðu Hæstaréttar frá því fyrir helgi, að sögn Gunnhildar Pétursdóttur, lögfræðings hennar. 11. ágúst 2008 16:39
Austurríska leiðin í höndum allsherjarnefndar Björn Bjarnason segir ákvörðun um það hvort að austurríska leiðin, þar sem lögreglan fengi vald til að fjarlægja ofbeldismenn af heimilum, verði tekin upp hér á landi vera í höndum allsherjarnefndar. 11. ágúst 2008 14:15
Neyddi sambýliskonu sína til kynmaka með öðrum mönnum Karlmaður var í dag dæmdur í 8 ára fangelsi fyrir fjölmargar líkamsárásir og 15 alvarleg kynferðisbrot gagnvart fyrrverandi sambýliskonu sinni. Meðal annars neyddi maðurinn konuna til samræðis og annarra kynferðismaka við 11 aðra karlmenn. Maðurinn var jafnframt dæmdur fyrir að hafa ráðist á föður sinn og hótað honum lífláti. Manninum er gert að greiða konunni 3,8 milljónir króna í miskabætur. 7. júlí 2009 13:56
Segir Björn standa í vegi fyrir austurrísku leiðinni Dómsmálaráðherra hefur komið í veg fyrir að austurríska leiðin verði tekinn upp hér landi, að mati Kolbrúnar Halldórsdóttur. Úrræðið felur í sér að fbeldismaður er fjarlægður af heimili sínu. 11. ágúst 2008 12:22
Barnaníðskæra gegn hrotta látin niður falla Hrottinn sem var dæmdur í átta ára fangelsi fyrir að ganga ítrekað í skrokk á konu sinni og láta ellefu menn hafa samræði við hana gegn hennar vilja var kærður fyrir að misnota dóttur sína. Í framburði fyrrum sambýliskonu hans, sem varð fyrir ofbeldinu, kom fram að hana hafi grunað að maðurinn hefði nauðgað eigin dóttur. 9. júlí 2009 12:21