Enski boltinn

Redknapp vill að Celtic og Rangers spili í ensku úrvalsdeildinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Harry Redknapp.
Harry Redknapp. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham er nýjasti talsmaður þess að skosku félögin Celtic og Rangers fái inngöngu í ensku úrvalsdeildina.

Celtic og Rangers hafa ráðið lögum og lofum í skosku úrvalsdeildinni um langt skeið og hafa lengi líst yfir áhuga á að keppa í deild þeirra bestu á Englandi.

Bæði til þess að geta verið samkeppnishæfari og til þess að komast á stærri markað.

Auk Redknapp hafa Martin O'Neill hjá Aston Villa og David Moyes hjá Everton tekið vel í þá hugmynd að skosku félögin tvö fái inngöngu í ensku úrvalsdeildina.

„Ég er sannfærður um að Celtic og Rangers myndu verða ensku úrvalsdeildinni til góða. Fótboltaandrúmsloftið í Glasgow er frábært og tilkoma liðanna yrði mjög góð fyrir enska boltann. Stóra spurningin er hins vegar hvað yrði um skosku úrvalsdeildina ef Celtic og Rangers myndu yfirgefa svæðið," segir Redknapp í viðtali við The Sun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×