Patrekur: Haukarnir fengu meistarabónus frá dómurunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. október 2009 22:23 Patrekur Jóhannesson. Mynd/Anton „Varnarleikurinn var fínn og markvarslan í fínu lagi. Haukarnir refsuðu okkur oft grimmilega en mér fannst sóknarleikurinn ágætur. Við vorum að koma skotum á markið en Birkir varði allt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir eins marks tap gegn Haukum, 16-17. „Stundum þróast leikir þannig að það eru bara varnir og markvarsla. Auðvitað var sóknarleikurinn kannski ekkert rosalega góður hjá okkur en við komum okkur í færi og ég hefði viljað sjá meiri gæði í skotum." Patrekur ákvað að taka það jákvæða úr leiknum þó svo hans menn hefðu verið grátlega nálægt því að næla í stig. „Stór hluti af okkar hóp eru strákar sem eru að koma upp úr 2. flokki. Við lentum í áttunda sæti í fyrra og það er svo stórt stökk að mæta Íslandsmeisturum í fyrsta leik núna. Þetta fer í reynslubankann hjá þeim og ég mun byggja á þessu. Þetta var besti blái leikurinn sem ég hef séð hjá Stjörnunni síðan ég kom heim," sagði Patrekur en hvað fannst honum um dómarana? „Dómararnir áttu kannski ekki von á því að við gætum þetta og mér fannst þeir pínu hliðhollir Haukum. Það er samt kannski eðlilegt að þeir fá smá meistarabónus en þeir hafa unnið fyrir honum. Samt í heildina fín lína hjá þeim enda góðir dómarar," sagði Patrekur um þá Jónas og Ingvar sem dæmdu leikinn. Kunnuglegt andlit var á bekknum með Patreki í gær. Þar var mættur Sigurður Bjarnason, fyrrum þjálfari liðsins. „Það hafa margir eflaust orðið hissa þegar þeir sáu Sigga með mér. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að vinna vel saman með þetta lið og það er góð verkaskipting hjá okkur," sagði Patrekur en þjálfarnir eru báðir þekktir skaphundar. „Við Siggi erum mjög líkir. Báðir skotfastir og skapmiklir," sagði Patrekur og glotti. Olís-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
„Varnarleikurinn var fínn og markvarslan í fínu lagi. Haukarnir refsuðu okkur oft grimmilega en mér fannst sóknarleikurinn ágætur. Við vorum að koma skotum á markið en Birkir varði allt," sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, eftir eins marks tap gegn Haukum, 16-17. „Stundum þróast leikir þannig að það eru bara varnir og markvarsla. Auðvitað var sóknarleikurinn kannski ekkert rosalega góður hjá okkur en við komum okkur í færi og ég hefði viljað sjá meiri gæði í skotum." Patrekur ákvað að taka það jákvæða úr leiknum þó svo hans menn hefðu verið grátlega nálægt því að næla í stig. „Stór hluti af okkar hóp eru strákar sem eru að koma upp úr 2. flokki. Við lentum í áttunda sæti í fyrra og það er svo stórt stökk að mæta Íslandsmeisturum í fyrsta leik núna. Þetta fer í reynslubankann hjá þeim og ég mun byggja á þessu. Þetta var besti blái leikurinn sem ég hef séð hjá Stjörnunni síðan ég kom heim," sagði Patrekur en hvað fannst honum um dómarana? „Dómararnir áttu kannski ekki von á því að við gætum þetta og mér fannst þeir pínu hliðhollir Haukum. Það er samt kannski eðlilegt að þeir fá smá meistarabónus en þeir hafa unnið fyrir honum. Samt í heildina fín lína hjá þeim enda góðir dómarar," sagði Patrekur um þá Jónas og Ingvar sem dæmdu leikinn. Kunnuglegt andlit var á bekknum með Patreki í gær. Þar var mættur Sigurður Bjarnason, fyrrum þjálfari liðsins. „Það hafa margir eflaust orðið hissa þegar þeir sáu Sigga með mér. Ég er sannfærður um að við eigum eftir að vinna vel saman með þetta lið og það er góð verkaskipting hjá okkur," sagði Patrekur en þjálfarnir eru báðir þekktir skaphundar. „Við Siggi erum mjög líkir. Báðir skotfastir og skapmiklir," sagði Patrekur og glotti.
Olís-deild karla Mest lesið Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Enski boltinn Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Enski boltinn Gætu fengið 25 ára fangelsisdóm vegna dauða Maradona Fótbolti Ætlaði ekki að slá andstæðing sinn í höfuðið með boðhlaupskeflinu Sport Fauk í leikmenn vegna fána Fótbolti Strákurinn vann þrjá bikara á einni viku Sport „Hann mun halda með okkur frá himnum“ Fótbolti Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa Handbolti Ronaldo nú með fleiri mörk eftir þrítugt en fyrir þrítugt Fótbolti Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Enski boltinn Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira