Enski boltinn

Skítkastið hefur engin áhrif á mig

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, fékk að heyra það frá stuðningsmönnum West Ham er félögin mættust í gær.

Redknapp stýrði Hömrunum til fimm ára en sú ákvörðun hans að fara til Tottenham fór ekki vel ofan í stuðningsmenn West Ham.

Stjórinn sat stjarfur á hliðarlínunni á meðan hver skítasneiðin á fætur annarri í hans garð ómaði í stúkunni.

„Truflar þetta mig? Nei, ég hef ekki áhuga á svona. Ég meina hver hefur áhuga á að heyra lög um Frank Lampard yngri þegar hann kemur á Upton Park. Þetta er bara skítkast," sagði Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×