Innlent

Samkomulag um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Samkomulag náðist í fjárlaganefnd Alþingis um fyrirvara vegna Icesave samninganna á þriðja tímanum í nótt. Allir flokkar nema Framsóknarflokkurinn standa að samkomulaginu, eftir því sem fréttastofa RÚV fullyrðir.

Lokið verður við gerð nefndarálita og greinagerða með tillögunum um helgina og er búist við því að önnur umræða hefjist í þinginu snemma í næstu viku.

Haft er eftir Þór Saari, þingmanni Borgarahreyfingarinnar, að mikilvægir efnahagslegir fyrirvarar hafi náðst fram. Meðal annars verði greiðslur miðaðar við hagvöxt en ekki landsframleiðslu auk þess sem dregið hafi verið úr gengisáhættu. Með þessu muni lífskjör Íslendinga ekki skerðast vegna samkomulagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×