Enski boltinn

Hunt bjargaði Hull

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Bolton komst í 2-0 í kvöld en það dugði ekki til.
Bolton komst í 2-0 í kvöld en það dugði ekki til. Nordic Photos / Getty Images

Stephen Hunt skoraði tvívegis og bjargaði jafntefli eftir að Hull lenti 2-0 undir gegn Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Ivan Klasnic skoraði gott mark með föstu skoti á 20. mínútu og kom Bolton yfir. Kevin Davies tvöfaldið svo forskot heimamanna með því að skalla boltann yfir Boaz Myhill, markvörð Hull, sem kom hlaupandi út úr markinu.

En á 71. mínútu breyttist leikurinn þegar að Hunt skallaði boltann í mark Bolton eftir fyrirgjöf Craig Fagan. Aðeins sjö mínútum síðar var hann aftur að verki þegar hann skoraði af þröngu færi.

Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn og var í stóru hlutverki. Hann fékk gott skotfæri í uppbótartíma en skot hans fór af varnarmanni og hárfínt framhjá marki gestanna.

Aðeins fáeinum sekúndum síðar náði hann að stöðva skyndisókn Hull er hann kom í veg fyrir að Jan Vennegoor of Hesselink næði almennilegu skoti að marki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×