Svíinn Zlatan Ibrahimovic varð fyrsti nýi leikmaðurinn í þrjú ár hjá Barcelona sem skoraði í sínum fyrsta deildarleik með félaginu. Sá sem gerði það síðast var Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður skoraði í 2-3 sigri Barcelona á Celta Vigo þann 28. ágúst árið 2006.
Samuel Eto´o og Ludovic Guily léku sama leik árið 2004 þegar þeir skoruðu mörk Barca í 2-0 sigri á Racing Santander.
Þá hafði enginn skorað í fyrsta leik síðan Dani árið 1999.