Handbolti

Róbert með fjögur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach.
Róbert Gunnarsson í leik með Gummersbach. Nordic Photos / Getty Images

Róbert Gunnarsson skoraði fjögur mörk þegar að Gummersbach vann Düsseldorf, 32-28, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sturla Ásgeirsson komst ekki á blað í liði Düsseldorf en staðan í leiknum var jöfn í hálfleik, 13-13.

Göppingen vann góðan sigur á Flensburg á heimavelli, 30-27. Liðið komst í 5-0 forystu í upphafi leiksins en munurinn í hálfleik var þrjú mörk. Þá var staðan 15-12, Göppingen í vil.

Flensburg tókst að jafna metin og komast yfir um miðjan síðari hálfleikinn en Göppingen reyndist sterkara á lokasprettinum.

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Flensburg í leiknum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×