Lífið

Léttgeggjuð Léttsveit Reykjavíkur - myndir

Gylfi Ægisson sló í gegn með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.
Gylfi Ægisson sló í gegn með kvennakórnum Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.

Kvennakórinn Léttsveit Reykjavíkur flutti óskalög sjómanna fyrir troðfullu Háskólabíói á sunnudaginn.

Gestasöngvarar voru Helena Eyjólfsdóttir og Gylfi Ægisson sem fluttu vel valin lög með kórnum sem var skreyttur með bláum slæðum á fjölbreyttan máta.

„Stolt siglir fleyið mitt..." söng Gylfi sem á 30 ára bindindisafmæli í ár og það eru 27 ár síðan hann hætti að reykja.

„Það var alveg rosalega gaman," svarar Gylfi Ægisson aðspurður hvernig honum leið í kringum allar konurnar.

„Ég vildi nú samt ekki eiga svona stórt kvennabúr. Þegar þær stöppuðu niður fótunum í einu laginu hefði ég ekki viljað að þær skömmuðu mig allar í einu," segir hann á léttu nótunum ánægður með tónleikana.

Eins og myndirnar sýna var glatt á hjalla á meðal Léttsveitarinnar þegar Vísir myndaði frábæra stemningu á meðal kvennanna baksviðs í lok tónleikanna sem voru undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur.

Heimasíða Léttsveitar Reykjavíkur.



Heimasíða Gylfa.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.