Innlent

Grétar Mar: Ríkisstjórnin verður að semja við sjómenn

Grétar Mar.
Grétar Mar.

„Með aðgerðarleysinu er Steingrímur að brjóta mannréttindi á íslenskum sjómönnum, og þá sérstaklega þessum tveimur frá Tálknafirði sem fóru með mál sitt alla leið til mannréttindadómstóls og sigruðu þar," segir Grétar Mar, þingmaður Frjálslynda flokksins í Suðurlandskjördæmi en hann er ekki sáttur við að íslenska ríkisstjórnin, og Steingrímur J. Sigfússon sjávarútvegsráðherra, hafi ekki samið við sjómennina um bætur.

Grétar Mar á þá við sjómennina tvo sem kærðu ríkisstjórn Íslands til mannréttindadómstólsins vegna kvótalaganna. Mannréttindadómstóll tók undir sjónarmið sjómannanna tveggja, íslenska ríkisstjórnin var sannarlega að brjóta á réttindum íslenskra sjómanna með kvótalögunum samkvæmt úrskurðinum.

„Ég vil einfaldlega að fjármála- og landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherrann setjist með þessum sjómönnum og semji við þá um bætur," segir Grétar og á þá við Steingrím J. Sigfússon, formann Vinstri grænna. Grétar segir að ráðherrann geti seint kallað sig sjálfan mannréttindasinna fyrr en ríkisstjórnin sé búin að semja við sjómennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×