Innlent

Enn verið að yfirheyra smyglskútumennina

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sérsveitamenn eltu þrjá menn uppi á varðskipi Landhelgisgæslunnar. Mynd/ Anton.
Sérsveitamenn eltu þrjá menn uppi á varðskipi Landhelgisgæslunnar. Mynd/ Anton.

Yfirheyrslur standa ennþá yfir mönnunum sem handteknir voru í smyglskútumálinu svokallaða í síðasta mánuði. Gæsluvarðhald yfir sex mönnum sem handteknir voru vegna málsins rennur út í byrjun næstu viku, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

Mennirnir voru handteknir eftir misheppnaða tilraun til þess að smygla rösklega hundrað kílóum af fíkniefnum með skútunni Sirtaki. Þrír þeirra voru handteknir í landi en sérsveitarmenn á vegum Ríkislögreglustjóra eltu þrjá þeirra uppi á skútunni með liðsinni Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×