Keypti vörubíla fyrir gróða af fíkniefnum Stígur Helgason skrifar 11. júní 2009 00:01 Sigurður var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundssyni á mánudag. Hann sat þar í stjórn. Sigurður Ólason, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að tengjast alþjóðlegum glæpahring, stofnaði í janúar fyrirtækið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Hann hefur síðan, í gegnum félagið, oftsinnis tekið á móti peningum frá mönnunum tveimur. Talið er að peningunum hafi verið varið til kaupa á vörubílum og vinnuvélum, og að um peningaþvætti vegna fíkniefnaviðskipta sé að ræða. Ísraelinn, Erez Zizov, og Hollendingurinn, Ronny Verwoerd, hafa báðir verið handteknir á meginlandi Evrópu vegna málsins. Ársæll Snorrason, vinur Sigurðar til fjölda ára, situr einnig í varðhaldi vegna málsins og er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins talinn vera tenging Sigurðar við mennina tvo. Hann hafi kynnst Hollendingnum þegar hann sat í fangelsi í Hollandi vegna fíkniefnasmygls fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur hlerað síma sakborninga í málinu um langt skeið, að því er heimildir blaðsins herma. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundsson á mánudag. Hann er í stjórn félagsins og hefur þar aðsetur. Sigurður hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi til landsins. Þá er Sigurður skráður eigandi að minnst sextán öðrum fyrirtækjum, sem flest eru til heimilis að Suðurlandsbraut 6, eins og Hollís, eða að Tjaldanesi, heimili Sigurðar. Sigurður er skráður stjórnarmaður í flestum fyrirtækjunum, prókúruhafi í stórum hluta þeirra og framkvæmdastjóri nokkurra. Hann hefur einnig verið skráður eigandi fjölda annarra fyrirtækja undanfarin ár sem nú hafa verið afskráð. Hann tengist enn fleiri fyrirtækjum sem stjórnarmaður, stofnandi og skráður endurskoðandi. Sigurður, eða félög honum tengd, á tugi fasteigna í borginni. Sola Capital á til dæmis um tuttugu fasteignir og Funahöfði ehf. um tíu. Sigurður á meðal annars helmingshlut í Austurstræti 3, þar sem skyndibitastaðurinn Subway er til húsa. Hann keypti húsnæðið af Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Goldfinger, árið 2007. Einn til viðbótar er í varðhaldi vegna málsins. Sá heitir Gunnar Viðar Árnason og var handtekinn 22. maí eftir að nokkur kíló af hörðum fíkniefnum fundust í hraðsendingu, en sá fundur hratt málinu af stað. Zizov og Verwoerd eru taldir tengjast því smygli. Í nóvember 2007 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi við Grettisgötu. Engan sakaði í brunanum en rýma þurfti fjölda húsa í grenndinni. Húsið var í eigu Sigurðar. Fram kom í fréttum í kjölfarið að mikið ónæði hefði verið af fólki sem hafst hefði við í húsinu. Það hefði verið í mikilli óreglu og ítrekað hefðu komið upp mál vegna fíkniefnabrota og þýfi og vopn gerð upptæk. Ekki var útilokað að um íkveikju hefði verið að ræða. Í samtali við Vísi.is daginn eftir brunann sagðist Sigurður upphaflega hafa leyft óreglufólkinu að hafast við í húsinu gegn smávægilegri greiðslu, en síðan rekið það á dyr. Eftir það hafi hann og menn á hans vegum vaktað húsið og séð til þess að þar væri enginn. Spurður hvort hugsanlega hafi verið kveikt í húsinu vegna fíkniefnauppgjörs sagðist Sigurður ekki geta sagt til um það. Lögreglumál Tengdar fréttir Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8. nóvember 2007 16:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Sigurður Ólason, sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að tengjast alþjóðlegum glæpahring, stofnaði í janúar fyrirtækið Hollís ásamt Hollendingi og Ísraela. Hann hefur síðan, í gegnum félagið, oftsinnis tekið á móti peningum frá mönnunum tveimur. Talið er að peningunum hafi verið varið til kaupa á vörubílum og vinnuvélum, og að um peningaþvætti vegna fíkniefnaviðskipta sé að ræða. Ísraelinn, Erez Zizov, og Hollendingurinn, Ronny Verwoerd, hafa báðir verið handteknir á meginlandi Evrópu vegna málsins. Ársæll Snorrason, vinur Sigurðar til fjölda ára, situr einnig í varðhaldi vegna málsins og er samkvæmt heimildum Fréttablaðsins talinn vera tenging Sigurðar við mennina tvo. Hann hafi kynnst Hollendingnum þegar hann sat í fangelsi í Hollandi vegna fíkniefnasmygls fyrir nokkrum árum. Lögreglan hefur hlerað síma sakborninga í málinu um langt skeið, að því er heimildir blaðsins herma. Sigurður, sem er 54 ára, var handtekinn á skrifstofu sinni í fyrirtækinu R. Sigmundsson á mánudag. Hann er í stjórn félagsins og hefur þar aðsetur. Sigurður hlaut þriggja ára fangelsisdóm árið 2001 fyrir aðild sína að smygli á þrjátíu kílóum af hassi til landsins. Þá er Sigurður skráður eigandi að minnst sextán öðrum fyrirtækjum, sem flest eru til heimilis að Suðurlandsbraut 6, eins og Hollís, eða að Tjaldanesi, heimili Sigurðar. Sigurður er skráður stjórnarmaður í flestum fyrirtækjunum, prókúruhafi í stórum hluta þeirra og framkvæmdastjóri nokkurra. Hann hefur einnig verið skráður eigandi fjölda annarra fyrirtækja undanfarin ár sem nú hafa verið afskráð. Hann tengist enn fleiri fyrirtækjum sem stjórnarmaður, stofnandi og skráður endurskoðandi. Sigurður, eða félög honum tengd, á tugi fasteigna í borginni. Sola Capital á til dæmis um tuttugu fasteignir og Funahöfði ehf. um tíu. Sigurður á meðal annars helmingshlut í Austurstræti 3, þar sem skyndibitastaðurinn Subway er til húsa. Hann keypti húsnæðið af Ásgeiri Þór Davíðssyni, kenndum við Goldfinger, árið 2007. Einn til viðbótar er í varðhaldi vegna málsins. Sá heitir Gunnar Viðar Árnason og var handtekinn 22. maí eftir að nokkur kíló af hörðum fíkniefnum fundust í hraðsendingu, en sá fundur hratt málinu af stað. Zizov og Verwoerd eru taldir tengjast því smygli. Í nóvember 2007 kom upp eldur í tvílyftu timburhúsi við Grettisgötu. Engan sakaði í brunanum en rýma þurfti fjölda húsa í grenndinni. Húsið var í eigu Sigurðar. Fram kom í fréttum í kjölfarið að mikið ónæði hefði verið af fólki sem hafst hefði við í húsinu. Það hefði verið í mikilli óreglu og ítrekað hefðu komið upp mál vegna fíkniefnabrota og þýfi og vopn gerð upptæk. Ekki var útilokað að um íkveikju hefði verið að ræða. Í samtali við Vísi.is daginn eftir brunann sagðist Sigurður upphaflega hafa leyft óreglufólkinu að hafast við í húsinu gegn smávægilegri greiðslu, en síðan rekið það á dyr. Eftir það hafi hann og menn á hans vegum vaktað húsið og séð til þess að þar væri enginn. Spurður hvort hugsanlega hafi verið kveikt í húsinu vegna fíkniefnauppgjörs sagðist Sigurður ekki geta sagt til um það.
Lögreglumál Tengdar fréttir Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8. nóvember 2007 16:58 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Bruninn á Grettisgötu: Eigandinn vaktaði húsið Sigurður Ólason eigandi Grettisgötu 61 sem kviknaði í í nótt segist sjálfur hafa vaktað húsið í vikunni. Hann sagði i leigjendum upp um mánaðarmótin og enginn hefur verið í húsinu síðan um helgina. 8. nóvember 2007 16:58