Handbolti

Óskar Bjarni: Þeir voru betri á öllum sviðum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals. Mynd/Arnþór

„Þetta var átakanlegt á að horfa því fyrstu fimmtán mínúturnar voru góðar en svo misstum við þetta frá okkur og lentum bara í einhverjum eltingarleik. Við vorum bara eins og sýningardýr í afmælisveislu FH-inga," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir 33-26 tap liðs síns gegn FH í N1-deild karla í kvöld.

„Þeir voru bara betri en við á öllum sviðum handboltans. Þeir fengu að spila fast á okkur og Pálmar var náttúrulega frábær í markinu hjá þeim, sérstaklega í seinni hálfleik og hann var bara að grípa skotin frá okkur. Þetta var bara þeirra dagur og við áttum ekki möguleika.

Það var óþarfi hjá okkur að missa þetta upp í fjögur mörk í fyrri hálfleik og það er náttúrulega skandall að fá á sig tuttugu mörk í einum hálfleik. Við byrjuðum svo seinni hálfleikinn illa og þá var þetta erfitt," sagði Óskar Bjarni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×