Viðskipti erlent

Mosaic Fashion leitar að langtímafjármögnun

Tískuvörukeðjan Mosaic Fashion leitar nú að langtímafjármögnun en helsti viðskiptabanki keðjunnar var Kaupþing í Bretlandi. Mosaic er að meirihluta í eigu Baugs en keðjan inniheldur m.a. Karen Millen og Principles.

Samkvæmt frétt um málið í Finacial Times segir að Derek Lovelock forstjóri Mosaic sé hæfilega ánægður með uppgjör keðjunnar á seinni helming síðasta árs en það var birt fyrir helgina. Salan minnkaði um að aðeins 1,2% sem telja verður gott miðað við þá kreppu sem ríkt hefur í breska versluanrgeiranum undanfarna mánuði.

Fram kemur í fréttinni að Mosaic verður að leita nýrra leiða í langtímafjármögnun sinni þótt að Kaupþing hafi sýnt keðjunni stuðning. Bankinn er hinsvegar nú í eigu kröfuhafa og íslenska ríkisins og því sé verið að leita að öðrum banka.

Þá kemur einnig fram að veikt gengi pundsins hafi komið sér illa fyrir Mosaic þar sem keðjan var með stöðutöku gegn evrunni hjá kaupþingi þegar bankinn komst í þrot.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×