Handbolti

Íslenskir dómarar á Íslendingaslagnum í Meistaradeild Evrópu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ingvar Guðjónsson.
Ingvar Guðjónsson. Mynd/Stefán
Íslensku handboltadómararnir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma Íslendingaslag GC Amicitia Zurich og THW Kiel í Meistaradeild Evrópu en leikið verður á laugardaginn í Sviss. THW Kiel vann fyrri leik liðanna með 18 mörkum, 42-24, í Þýskalandi um síðustu helgi.

Auk þessa verður Gunnar K. Gunnarsson eftirlitsmaður á leik Chambery Savoie HK og KS Vive Targi Kielce í Meistaradeild Evrópu hjá körlunum en leikið er annað kvöld í Frakklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×