Viðskipti erlent

Álverðið komið í 2.130 dollara í London, hrávörur hækka

Verðþróun á áli frá 26. nóvember s.l.
Verðþróun á áli frá 26. nóvember s.l.
Heimsmarkaðsverð á áli fór í 2.130 dollara tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga á markaðinum í London í morgun. Hefur verðið á áli ekki verið hærra á þessu ári og raunar ekki hærra síðan um mitt sumar í fyrra.

Hækkanir á álinu núna eru í samræmi við hækkanir á öðrum hrávörum í morgun. Ekkert lát er á verðhækkunum á gulli og fór únsan í rúma 1.216 dollara í morgun. Sérfræðingar reikna með að meðalverð á gulli á næsta ári verði í kringum 1.350 dollarar á únsuna og gæti farið í 1.500 dollara undir áramótin það ár.

Olía hefur einnig hækkað í morgun eða um 0,5% og er komin í rétt tæpa 77 dollara á tunnuna á markaðinum í New York. Þá hækkaði kopartonnið um 1% á markaðinum í Sjanghæ og fór í 8.228 dollara.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×