Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2009 22:30 Jóhannes Árnason var léttur eftir sigur á Hamar í kvöld. Mynd/Vilhelm KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira
KR-konan Sigrún Ámundadóttir kom miklu meira við sögu í sigri KR á Hamar í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld en búist var við því hún átti ekki að geta spilað leikinn vegna meiðsla. Jóhannes Árnason, þjálfari KR, bjóst ekki við að geta notað landsliðskonuna og var búin að gefa það út að hún yrði ekki með. Hann setti hana hinsvegar á skýrslu rétt fyrir leik og sá ekki eftir því. "Við erum með frábært sjúkraþjálfunarteymi og stelpurnar í Gáska, Kolla og Fía, eru að vinna kraftaverk með leikmennina mína. Ég var algjörlega búin að útiloka það að Sigrún yrði með og var að vona það besta að hún myndi ná fyrsta leiknum í úrslitakeppninni. Fía (Jófríður Halldórsdóttir) kom henni í stand, þá var hún tilbúin og þá var ekkert annað en að láta hana spila," sagði Jóhannes eftir leik. Sigrún skoraði 13 stig á 21 mínútu í leiknum og var stigahæst í KR-liðinu. "Sigrún er tólf tommu ryðfrír nagli," sagði Jóhannes kátur um landsliðskonuna sína. KR-liðið hitti aðeins úr 19 prósent skota sinna í fyrri hálfleik og lenti tólf stigum undir í leiknum. "Þetta var einn af þessum dögum í fyrri hálfleik að við hefðum ekki hitt sjóinn þótt að við stæðum í honum. Við fórum bara yfir það í hálfleik hvernig við færum að því að hitta ofan í körfuna og ég benti þeim á það að hringurinn væri helmingi minni en boltinn," sagði Jóhannes Árnason, þjálfari KR, í léttum tón en þetta breyttist allt í síðari hálfleik. "Leikplanið okkar var að reyna að spila hraða boltann en við fórum bara langt fram úr okkur í fyrri hálfleik, spiluðum alltof hratt og hittum ekki neitt. Planið var samt að spila hratt til að þreyta þeirra lykilmenn, Juliu og Lakiste. Við vissum það að við myndum sjá það í seinni hálfleik hvort að það myndi ganga upp eða ekki og það sýndi sig síðan í seinni hálfleik að þær voru alveg gjörsamlega búnar á því," sagði Jóhannes en sem dæmi skoraði bandaríski bakvörðurinn Lakiste Barkus aðeins 2 stig í seinni hálfleik eftir að hafa skorað 13 stig í þeim fyrri. KR mætir Grindavík í 1. umferð úrslitakeppninnar og þjálfarinn er spenntur fyrir lokasprettinum á tímabilinu. "Nú er sprengidagur búinn og nú á maður bara að borða saltfisk í matinn er það ekki," sagði Jóhannes í léttum tón aðspurður um næstu mótherja en bætti svo við. "Grindavík er með gott lið og þetta eru bara tveir leikir sem þarf að vinna. Menn mega ekki misstíga sig og við gerum okkur vel grein fyrir því að það gæti verið vika eftir af tímabilinu. Við ætlum að koma inn í úrslitakeppnina og njóta þess að klára þetta og uppskera af því sem við höfum verið að sá í allan vetur. Nú er uppskerutíminn og þá fáum við að sjá hvernig sprettan verður," sagði Jóhannes að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Fleiri fréttir Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Sjá meira