Króatíska landsliðið hafði ekki unnið verðlaun á heimsmeistaramóti í tólf ár (brons 2013) og ekki komist í úrslitaleik heimsmeistaramótsins í sextán ár (silfur 2009).
Króatar unnu Íslendinga á leið sinn í úrslitaleikinn en slógu Frakka út í undanúrslitunum. Liðið vann sjö af níu leikjum sínum á mótinu en réði ekki við gríðarlega sterk danskt landslið í úrslitaleiknum.
Dagur og strákarnir hans voru sannkallaðar þjóðhetjur eftir mótið og Degi tókst enn að ný að ná mögnuðum árangri með landslið á stórmóti.
Nú hefur króatíski pósturinn í samvinnu við króatíska handboltasambandið látið útbúa þrjú ný frímerki til heiðurs silfurliðinu.
Það er mynd af öllum króatíska hópnum að fagna silfurverðlaununum skipti niður á þrjú frímerki sem hvert er viðri 1,7 evra eða 250 íslenskra króna.
Dagur sést vel í miðjunni á einu frímerkjanna eins og sjá má hér fyrir neðan.