Golf

Birgir Leifur aðeins tveimur höggum á eftir Monty

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/GettyImages

Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel á fyrsta hring í Opna Andalúsíumótinu á Spáni í dag en þetta sterka mót er hluti af Evrópumótaröðinni.

Birgir Leifur lék holurnar átján á 69 höggum eða þremur höggum undir pari. Hann er í 11. sæti eftir fyrsta dag tveimur höggum á eftir efstu mönnum en meðal þeirra er Skotinn Colin Montgomerie.

Birgir Leifur fékk þrjá skolla, fjóra fugla og örn á fyrri níu holunum en það gekk mikið á hjá honum þá. Birgir spilaði seinni níu holurnar síðan af mikilli yfirvegun og hélt sínu skoti sem voru þrjú högg undir pari.

Montgomerie er leika á sínu 500. móti á Evrópumótaröðinni og það er gaman að okkar maður sér ekki lengra á eftir þessum snjalla og heimsþekkta kylfingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×