Nauðgun án frekari valdbeitingar 28. nóvember 2009 06:00 Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess. Okkur er alltaf hollt að vera minnt á það grimmilega ofbeldi sem konur verða fyrir um víða veröld og hver hönd sem lögð er á plóginn í vinnunni gegn því er mikilvæg. Staða íslenskra kvenna er vissulega sterk miðað við stöðu kvenna víða annars staðar. Hitt má ekki gleymast að verkefnin eru næg hér heima fyrir. Á síðasta ári leituðu til dæmis 547 einstaklingar til Stígamóta og það sem af er þessu ári hafa 530 konur leitað til Kvennaathvarfs. Niðurskurðarhnífurinn hefur hangið yfir neyðarmóttöku kvenna um nokkurt skeið. Tilkoma neyðarmóttökunnar var bylting í móttöku þeirra sem fyrir þeirri óhamingju verða að vera nauðgað. Yfirlýsing Jóhönnu Sigurðardóttur við upphaf 16 daga átaksins um að staðið yrði vörð um neyðarmóttökuna í niðurskurðarvinnunni er því mikið gleðiefni. Fréttir um að aldurshópurinn tólf til átján ára sé stærsti einstaki hópurinn sem til neyðarmóttökunnar leitar segja sína sögu um það grimmilega ofbeldi sem fer fram, einnig gegn stúlkum á barnsaldri, hér á landi. Það er algert lágmark að ekki verði dregið úr þeirri þjónustu sem þegar er veitt konum og stúlkum sem verða fyrir nauðgun. Næsta skref er að fjölga kærum, ákærum og dómum í þessum málaflokki og lokamarkmiðið getur aldrei verið annað en að útrýma óværunni. Skilgreiningin á orðinu nauðgun samkvæmt orðabók er að hafa samfarir við manneskju gegn vilja hennar. Þórdís Elva Þorvaldsdóttir bendir í bók sinni Á mannamáli sem út kom fyrr í haust að skilgreiningin á nauðgun samkvæmt núgildandi íslenskum lögum sé með öðrum hætti. Ákæruvaldið verði að sanna að kynmök hafi verið knúin fram með valdbeitingu, þ.e. ofbeldi, hótun um ofbeldi eða annars konar ólögmætri nauðung. Í engilsaxneskum rétti er nauðgun hins vegar skilgreind út frá samþykki. Samræði telst sem sagt nauðgun ef annar aðilinn er því ekki samþykkur, jafnvel þótt hann, eða öllu heldur hún í flestum tilvikum, verjist ekki. Valdbeitingin er þannig ekki þáttur í skilgreiningu á nauðgunarhugtakinu í engilsaxneskum rétti fremur en í íslensku orðabókinni. Fyrir liggur að stjarfi eða getuleysi til athafna eru náttúruleg viðbrögð við áfalli. Því er ljóst að nauðgun getur átt sér stað, og á sér oft stað, án þess að viðnám sé veitt. Glæpurinn er hins vegar nákvæmlega sá sami því líkamlegir áverkar blikna samanborið við þá andlegu áverka sem af nauðguninni hljótast. Það væri því mikil réttarbót að nauðgun væri skilgreind í lögum út frá samþykki fremur en valdbeitingu. Þetta er eitt fjölmargra verkefna í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi heima fyrir.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun