Í fyrradag, þriðjudaginn 20. október, fór fram dómaranámskeið stjórnar MORFÍS og tókst það með ágætum. Fyrir námskeiðið fór hinsvegar fram dráttur í fyrstu tvær umferðir keppninnar í ár. Skráð lið eru að þessu sinni 19 talsins og því keppa sex lið í 32 liða úrslitum, meðan þrettán keppnislið fara beint í 16 liða úrslit, þeirra á meðal þau fjögur lið sem komust í undanúrslit í fyrra.
Keppnisgluggi beggja umferða opnar föstudaginn 30. október og þurfa keppnir 32 liða úrslita að fara fram fyrir 9. nóvember en 16 liða úrslita fyrir 30. nóvember. Í þeim viðureignum þar sem annað liðið keppti áður í 32 liða úrslitum er fresturinn hins vegar til 15. Janúar. Hér að neðan má sjá dráttinn, og hefur fyrra liðið í hverri viðureign heimarétt, nema lið komi sér saman um annað.
32 liða úrslit (30.10.2009 – 09.11.2009)
Borgó - FVA
Hraðbraut - MK
Tækniskólinn - FG
16 liða úrslit (30.10.2009 – 30.11.2009)
Tækniskólinn/FG – FS (frestur til 15.01.2010)
FSN - MH
Hraðbraut/MK – MÍ (frestur til 15.01.2010)
FÁ - MS
MA - FB
Verzló - ME
MR - Borgó/FVA (frestur til 15.01.2010)
Kvennó - Flensborg
Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa MR fyrir Skólalífið á Vísi.
Dregið í fyrstu tvær umferðir MORFÍS
Arnþór Axelsson og formaður MORFÍS skrifa
