Fótbolti

Enginn komið að fleiri mörkum en Ribéry

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Franck Ribéry hjá  Bayern München
Franck Ribéry hjá Bayern München Mynd/GettyImages

Frakkinn Franck Ribéry leikmaður þýska liðsins Bayern München er sá leikmaður sem hefur komið að flestum mörkum til þessa í Meistaradeildinni. Ribéry hefur átt þátt í níu mörkum Bayern, skoraði 3 sjálfur og lagt upp sex mörk að auki.

Ribéry hefur eins mark forskot á þá Lionel Messi hjá Barcelona og Miroslav Klose hjá Bayern München sem báðir hafa átt þátt í átta mörkum. Í þrioðja sæti eru síðan Karim Benzem hjá Olympique Lyon og Lisandro López hjá Porto.

Miroslav Klose og Lisandro López eru markahæstir í Meistaradeildinni til þessa en þeir hafa báðir skorað sex mörk í sjö leikjum. López getur orðið fyrsti Argentínumaðurinn sem verður markahæstur í Meistaradeildinni.

Þáttur í flestum mörkum í Meistaradeildinni 2008-09:

1. Franck Ribéry, Bayern München 9 (3 mörk + 6 stoðsendingar)

2. Lionel Messi, Barcelona 8 (5 mörk + 3 stoðsendingar)

2. Miroslav Klose, Bayern München 8 (6 mörk + 2 stoðsendingar)

4. Karim Benzema, Lyon 7 (5 mörk + 2 stoðsendingar)

5. Lisandro López, Porto 7 (6 mörk + 1 stoðsending)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×