Fótbolti

Dunne: Domenech er búinn að rústa franska liðinu

Ómar Þorgeirsson skrifar
Richard Dunne.
Richard Dunne. Nordic photos/AFP

Írski landsliðsmaðurinn Richard Dunne hjá Aston Villa skýtur föstum skotum að Raymond Domenech, landsliðsþjálfara Frakka, fyrir leiki Írlands og Frakklands í umspili um laust sæti á HM næsta sumar.

Dunne segir Frakka vera með frábæran leikmannahóp en jafnframt sé maður að stýra liðinu sem virðist ekkert vita hvað hann sé að gera.

„Í hvert skipti sem styttist í stórmót hefur Frakkland úr ótrúlegum leikmannahópi að velja en að þessu sinni virðist vera einn maður sem sé að klúðra hlutunum illilega. Hann er búinn að rústa liðinu og þeim hefur ekki vegnað svo vel undanfarið og við Þurfum að nýta okkur það," lét Dunne hafa eftir sér á blaðamannafundi fyrir fyrri leik liðanna sem fram fer í Dyflinni á laugardag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×