Innlent

Skuldir sliga heimilin

„Það er grafalvarleg staðreynd að 50 til 100 hafa að jafnaði misst atvinnu á hverjum einasta degi síðustu vikur og mánuði," sagði Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, sem sagði atvinnuleysi átján þúsund manns óviðunandi og kröfur um róttækar aðgerðir stjórnvalda því eðlilegar. Stuðla yrði að mannfrekum framkvæmdum og huga að fjölbreyttum atvinnutækifærum.

Huga yrði að fyrirsjáanlegu atvinnuleysi námsmanna næsta sumar og efla Nýsköpunarsjóð námsmanna.

Birkir sagði blasa við að vandi heimila og atvinnulífs væri mjög mikill og koma yrði til móts við hann, skuldir væru að sliga bæði heimili og fyrirtæki.

Birkir sagði ómaklegt hvernig andstæðingar hefðu talað niður róttækar tillögur Framsóknarflokksins í efnahagsmálum sem lagðar voru fram fyrr í vetur.

Enginn annar flokkur hefði lagt fram heildstæðar tillögur í efnahagsmálum. Birkir sagði nauðsynlegt að mynda öfluga velferðarstjórn að loknum næstu kosningum og að sú stjórn yrði ekki mynduð án Framsóknarflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×