Reglum breytt vegna vandræðalegrar stöðu Framsóknarflokksins 8. apríl 2009 14:54 Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda. Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Með breytingum á samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköpum borgarstjórnar er verið að koma til móts við vandræðalega stöðu Framsóknarflokksins, að mati borgarfulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna. Borgarstjórn samþykkti í gær með 8 atkvæðum gegn 7 breytingu sem felur í sér að kjörgengir varamenn á fundum borgarráðs séu þeir sem skipa sæti á framboðslista við seinustu borgarstjórnarkosningar. Áður gátu einungis borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar setið fundi borgarráðs. Í framhaldi af afgreiðslu borgarstjórnar mun tillagan fara til samgönguráðuneytisins til staðfestingar, en málefni sveitastjórna heyra undir ráðuneyti samgöngumála.Varamaður Óskars er ekki varaborgarfulltrúi Upphaf málsins má rekja til meirihlutaskiptanna í ágúst á seinasta ári þegar Framsóknarflokkurinn myndaði nýjan meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Marsibil J. Sæmundsdóttir, fyrsti varaborgarfulltrúi Framsóknarflokksins, styður ekki núverandi meirihluta. Guðlaugur G. Sverrisson var kjörinn varamaður Óskars Bergssonar, oddvita Framsóknarflokksins, í borgarráði, en hann skipaði 14. sæti flokksins við seinustu borgarstjórnarskosningum og telst því ekki til varaborgarfulltrúa. Farið á svig við traust Borgarfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna sögðu í bókun við afgreiðslu málsins í gær að meirihlutinn kjósi með þessu að knýja fram breytingar á samþykktum borgarstjórnar sem ekki standast lög og brjóta þar með í bága við lögmætiskröfu stjórnsýsluréttarins. „Þetta virðist gert til þess eins að koma til móts við þá vandræðalegu stöðu Framsóknarflokksins að borgarfulltrúi flokksins lítur ekki á fulltrúa af framboðslista flokksins fyrir kosningarnar 2006 sem pólitíska félaga sína fyrr en komið er niður í 14. sæti. Með þessu er verið að fara á svig við það traust sem ætti að ríkja milli kjósenda listans á sínum tíma og framboðsins," segir í bókuninni.Eðlilegar og réttar breytingar Borgarfulltrúar meirihlutans bókuðu og sögðu samþykktina rétta og eðlilega. „Það liggur í augum uppi að fulltrúi á framboðslista sem getur tekið sæti í borgarstjórn og afgreitt mál í því æðsta valdi borgarinnar, hlýtur að vera til þess hæfur og bær að sitja sem varamaður í borgarráði." Með það að leiðarljósi, auk eindreginna tilmæla lögfræðinga Reykjavíkurborgar um að borgarstjórn taki skýra afstöðu til málsins, er það sannfæring meirihlutans að nauðsynlegt og rétt sé að gera umrædda breytingu á samþykktum borgarinnar.Meirihlutinn starfar í umboði minnihluta kjósenda Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans, tók undir með borgarfulltrúum Samfylkingar og Vinstri grænna og benti á í bókun sinni að núverandi meirihluti starfi í umboði minnihluta kjósenda.
Kosningar 2009 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira