Innlent

Tilfellunum fjölgar hægar

Staðfest tilfelli svínaflensu, eða inflúensu A (H1N1), voru alls 2.489 í 24 ríkjum í heiminum í gærmorgun. Þeim hafði þá fjölgað um 272 sólarhringinn þar á undan samkvæmt upplýsingum Sóttvarnastofnunar ESB.

Í tilkynningu frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild kemur fram að flest ný staðfest tilfelli séu í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada.

Tilfellin voru mun færri í gærmorgun en í fyrradag, samkvæmt daglegri skýrslu Sóttvarnastofnunar ESB.

Alþjóðaheilbrigðisvöld halda óbreyttu viðbúnaðarstigi sínu enn um sinn.

Viðbúnaði hérlendis er haldið áfram á hættustigi.

- kg






Fleiri fréttir

Sjá meira


×