Handbolti

Andri vinnur í þrjá daga á viku með handboltanum í Noregi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Andri Stefan.
Andri Stefan. Mynd/Ole Nielsen

Norska meistaraliðið í handknattleik, Fyllingen, tilkynnti í dag að það hefði gert tveggja ára samning við Haukamanninn Andra Stefan.

Andri hafði verið í viðræðum við bæði Fyllingen og Drammen og valdi Fyllingen á endanum.

Miðjumaðurinn knái verður augljóslega ekki í fullri atvinnumennsku í Noregi því fram kemur í fréttinni að félagið sé að leita að vinnu fyrir leikmanninn.

Stefnt er að því að Andri fái 60 prósent vinnu og muni því vinna þrjá daga í viku samhliða handboltanum.

Haukarnir hafa þegar fengið arftaka fyrir Andra því Björgvin Hólmgeirsson skrifaði undir samning við félagið í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×