Kjóll Jóhönnu Guðrúnar vakti athygli á stóra sviðinu Freyr Gígja Gunnarsson skrifar 8. maí 2009 09:00 Í keppniskjólnum á æfingu Jóhanna Guðrún æfði í kjólnum eftir Andersen & Lauth í fyrsta skipti í gærkvöldi. Æfingin gekk vel og vakti íslenski hópurinn sem fyrr talsverða athygli. Jóhönnu var mikið hrósað fyrir kjólinn. Fréttablaðið/Alma Kjóllinn sem Jóhanna Guðrún mun klæðast í forkeppni Eurovision á þriðjudagskvöld vakti mikla athygli á æfingum í Moskvu í gær. Mikil leynd hefur hvílt yfir honum en það er fatahönnunartvíeykið Andersen & Lauth sem á heiðurinn að honum. Óhætt er hægt að segja að frumsýningin á honum hafi gengið vonum framar því erlendir blaðamenn stóðu nánast á öndinni yfir glæsileika íslensku Eurovision-stjörnunnar. Fjölmargir bláir litir prýða hann og steinar en hann þykir nokkuð mikill um sig að neðan en er þröngur að ofan. Mátti nánast heyra saumnál detta þegar Jóhanna birtist fyrst á sviðinu í dressinu sem skiptir ekkert minna máli en lagið sjálft. Sjálf var Jóhanna hæstánægð þegar Fréttablaðið náði af henni tali: „Þetta gekk alveg frábærlega vel og ég gæti ekki verið ánægðari. Það hefur allt gengið eins og í sögu og við erum mjög vel undirbúin. Ég hef ekki heyrt annað en lof og hrós fyrir kjólinn.“ Ekki hafa allir Moskvufarar hins vegar verið eins heppnir með föt sín og stjarnan Jóhanna. Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, sem lýsir keppninni beint á RÚV, var svo óheppinn að farangurinn hans varð eftir í London. „Þetta er bara svona, vonandi kemst hann til skila í kvöld,“ segir sjónvarpsmaðurinn. En það voru ekki bara föt Sigmars sem urðu eftir á Heathrow-flugvellinum. Kjóll sem Jóhanna Guðrún hugðist nota fyrir vegleg samkvæmi var nefnilega meðal þeirra hluta sem sjónvarpsmaðurinn átti að flytja frá Íslandi til Rússlands. „Sem betur fer, eða svo skilst mér, er þetta ekki keppniskjóllinn, þá hefði verið verulega illt í efni,“ útskýrir Sigmar og er augljóslega létt. Hann segist reyndar sjá mest eftir nikótínúðanum sem hafi verið pakkað niður í Reykjavík því ekki sé hægt að fjárfesta í slíkum varningi þar ytra. Til að bæta gráu ofan á svart er Rússland mikið skriffinnskuveldi og það er ekkert grín að týna ferðatöskum. „Nei, mér leið eins og ég væri að sækja um ríkisborgararétt, þurfti að fylla út einhverjar fjörutíu til fimmtíu skýrslur í þríriti en það verður vonandi til þess að blessuð taskan kemst í réttar hendur.“ Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Kjóllinn sem Jóhanna Guðrún mun klæðast í forkeppni Eurovision á þriðjudagskvöld vakti mikla athygli á æfingum í Moskvu í gær. Mikil leynd hefur hvílt yfir honum en það er fatahönnunartvíeykið Andersen & Lauth sem á heiðurinn að honum. Óhætt er hægt að segja að frumsýningin á honum hafi gengið vonum framar því erlendir blaðamenn stóðu nánast á öndinni yfir glæsileika íslensku Eurovision-stjörnunnar. Fjölmargir bláir litir prýða hann og steinar en hann þykir nokkuð mikill um sig að neðan en er þröngur að ofan. Mátti nánast heyra saumnál detta þegar Jóhanna birtist fyrst á sviðinu í dressinu sem skiptir ekkert minna máli en lagið sjálft. Sjálf var Jóhanna hæstánægð þegar Fréttablaðið náði af henni tali: „Þetta gekk alveg frábærlega vel og ég gæti ekki verið ánægðari. Það hefur allt gengið eins og í sögu og við erum mjög vel undirbúin. Ég hef ekki heyrt annað en lof og hrós fyrir kjólinn.“ Ekki hafa allir Moskvufarar hins vegar verið eins heppnir með föt sín og stjarnan Jóhanna. Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður, sem lýsir keppninni beint á RÚV, var svo óheppinn að farangurinn hans varð eftir í London. „Þetta er bara svona, vonandi kemst hann til skila í kvöld,“ segir sjónvarpsmaðurinn. En það voru ekki bara föt Sigmars sem urðu eftir á Heathrow-flugvellinum. Kjóll sem Jóhanna Guðrún hugðist nota fyrir vegleg samkvæmi var nefnilega meðal þeirra hluta sem sjónvarpsmaðurinn átti að flytja frá Íslandi til Rússlands. „Sem betur fer, eða svo skilst mér, er þetta ekki keppniskjóllinn, þá hefði verið verulega illt í efni,“ útskýrir Sigmar og er augljóslega létt. Hann segist reyndar sjá mest eftir nikótínúðanum sem hafi verið pakkað niður í Reykjavík því ekki sé hægt að fjárfesta í slíkum varningi þar ytra. Til að bæta gráu ofan á svart er Rússland mikið skriffinnskuveldi og það er ekkert grín að týna ferðatöskum. „Nei, mér leið eins og ég væri að sækja um ríkisborgararétt, þurfti að fylla út einhverjar fjörutíu til fimmtíu skýrslur í þríriti en það verður vonandi til þess að blessuð taskan kemst í réttar hendur.“
Eurovision Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira