Innlent

Kríuhólaárásarmönnum sleppt

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lögreglan mun ekki krefjast gæsluvarðhalds yfir sex mönnum sem voru handteknir í tengslum við líkamsárás í Kríuhólum í Breiðholti eftir hádegið í gær.

Sigurbjörn Víðir Eggertsson, yfirmaður hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir að mennirnir neiti sök í málinu. Hins vegar séu til myndbandsupptökur og fleiri gögn frá vettvangi þannig að óþarfi sé að halda mönnunum á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Mennirnir gistu fangageymslur lögreglunnar í nótt en verður sleppt í dag.

Tveir menn voru fluttir á sjúkrahús vegna árásarinnar. Annar maðurinn er með höfuðáverka en ástand hans er þó stöðugt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×