Viðskipti erlent

Hlutur Fons í Ticket seldur á yfir 600 milljónir króna

Norðmaðurinn Per G. Braathen hefur fest kaup á 29,3% hlut Fons í sænsku ferðaskrifstofunni Ticket. Samkvæmt frétt um málið á vefsíðunni di.se er verðmæti hlutarins 680 milljónir kr. samkvæmt gengi hlutarins í morgun.

Braathen gekk frá kaupunum fyrir helgina en hann átti ekkert fyrir í Ticket. Um var að ræða 5,1 milljón hluti og hækkaði verðið á þeim í morgun um 8,5% og stendur nú í 7,70 sænskum kr. á hlut. Má því ætla að kaupverðið hafi numið rúmlega 600 milljónum kr.

Fons, sem er í eigu Pálma Haraldssonar, hefur sem kunnugt er verið tekið til gjaldþrotaskipta.

Per G. Braathen á fyrir flugfélagið Malmö Avitation en Braathen-fjölskyldan hefur lengi verið viðloðandi flugrekstur. Upphaflega stofnaði hún flugfélag með sama nafni, Braathen Air, á fimmta áratugnum en það félag var selt til SAS árið 2000.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×