Umfjöllun: Góður seinni hálfleikur dugði ekki gegn Svartfjallalandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 15:57 Helena var stigahæst hjá Íslandi Mynd/Vilhelm Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2. Dominos-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Svartfjallalandi, 77-62, í lokaleik sínum í B-deild Evrópukeppninnar. Slakur fyrri hálfleikur gerði út um vonir Íslands gegn sterkasta liði deildarinnar. Svartfjallaland hóf leikinn betur og náði fljótt fimm stiga forystu, 6-1, en íslensku stelpurnar fóru illa með nokkur opin skot á upphafsmínútunum og virtust ekki hafa mikla trú á eigin aðgerðum. Birna Valgarðsdóttir náði að minnka muninn í tvö stig en nær komst íslenska liðið ekki og Svarfellingar náðu ellefu stiga forystu fyrir lok fyrsta leikhluta, 19-8. Ísland hitti aðeins úr tveim af ellefu skotum sínum utan af velli í fjórðungum og liðum er refsað fyrir það gegn Svartfjallandi sem sigrað hafur alla leiki sína í B-deild Evrópukeppninnar. Svartfellingar hófu annan leikhluta af krafti og náðu 18 stiga forystu, 30-12, þegar rétt þrjár mínútur voru liðnar af leikhlutanum. Þá tók íslenska liðið við sér. Liðið lék af mun meiri ákefð og fór að láta finna fyrir sér. Ísland skoraði níu stig gegn tveimur og minnkaði muninn í 21-32. Íslenska liðið náði ekki fylgja þessum góða leikkafla eftir út hálfleikinn og Svartfjallaland náði 15 stiga forystu fyrir hálfleikinn, 38-23. Miklu munaði um að Helena Sverrisdóttir náði sér ekki á strik í sóknarleiknum og hitti ekki úr neinu af sjö skotum sínum utan af velli í hálfleiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði sjö stig fyrir Ísland í hálfleiknum og Helena fimm, öll af vítalínunni. Allt annað var að sjá til Íslands í upphafi síðari hálfleiks og eftir fimm mínútur í þriðja leikhluta var munurinn kominn niður í tíu stig, 32-42. Svartfjallaland náði að auka forystuna í þrettán stig fyrir lok þriðja leikhluta, 54-41, en íslenska liðið lék mun betur í fjórðungnum en liðið hafði gert fram að því í leiknum, sérstaklega sóknarlega. Íslenska liðið náði ekki að minnka muninn í fjórða leikhluta þó Svartfellingar næðu aldrei meira en sautján stiga forystu í fjórðungnum. Svartfellingar gerðu það sem þær þurftu og komu í veg fyrir að leikurinn yrði spennandi með því halda Íslandi í öruggri fjarlægð og fögnuðu að lokum fimmtán stiga sigri, 77-62. Íslenska liðið getur vel við unað. Liðið lék vel í seinni hálfleik en slök nýting í fyrri hálfleik gerði það að verkum að úrslitin voru svo gott sem ráðin í hálfleik. Stig Íslands:Helena Sverrisdóttir 23, Birna Valgarðsdóttir 18, Kristrún Sigurjónsdóttir 8, Signý Hermannsdóttir 6, Hildur Sigurðardóttir 3, Hafrún Hálfdánardóttir 2, Guðrún Ámundadóttir 2.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Enski boltinn Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Íslenski boltinn „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Fleiri fréttir „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu Sjá meira