Jón Arnór: Ég var lélegur Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. ágúst 2009 18:51 Jón Arnór Stefánsson Mynd/Anton Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson var ekkert að skafa utan af hlutunum frekar en fyrri daginn í samtali sínu við Vísi.is eftir ósigurinn gegn Austurríki í dag. "Við erum að elta allan leikinn. Ég var lélegur og við vorum ekkert allt of góðir sem lið. Það vantaði kannski að ég myndi stíga upp en ég fann mig ekki, var þreyttur og orkulaus. Veikindin spiluðu ábyggilega eitthvað inn í. Það er engin afsökun samt. Ég verð að viðurkenna það að það var erfitt fyrir mig á gíra mig upp í dag," sagði þreyttur Jón Arnór að leik loknum. "Ég var búinn á því í seinni hálfleik og það gekk ekkert upp hjá okkur sem er þreytandi. Pavel átti rispur og Logi var góður á köflum en það vantaði fleiri. Við þurfum að vera með miklu meiri baráttu en hitt liðið til að vinna, ef við erum ekki með það gengur ekkert. Við vinnum ekkert lið á hæfileikunum. Það er sannleikurinn og við verðum að horfast í augu við það." "Mér er alveg sama hvort við enduðum þriðja eða fjórða sæti. Við áttum engan möguleika á að fara upp úr riðlinum og það er það eina sem skiptir máli. Ég er bara óánægður með hvernig liðið spilaði í dag. Það er leiðinlegt að tapa á heimavelli því við vorum að spila vel á undan þessu. Það voru margir veikir og það var dapurt yfir þessu." "Það var gott að vinna Dani úti og Hollendinga hér heima en að sama skapi dapurt að tapa gegn Austurríki hér í dag, lið sem við eigum að vinna. Það er stundum þannig með okkur að við töpum fyrir liðum sem við eigum að vinna af því að við náum ekki að gíra okkur upp fyrir þessa leiki. Þannig að hugarfarið hjá okkur. Þegar við spilum gegn mun sterkari andstæðingum þá erum við einbeittari og tilbúnari í verkefnið. Það er lúseraháttur, það eru engin góð lið sem hugsa þannig en þannig er þetta stundum með okkur," sagði Jón sem sagði lítið vera að gerast í hans leit að ný félagi. "Það er eitthvað að þokast til í þessu. Ég er að koma mér í samband við aðra umboðsmenn en þann sem ég hef verið með. Ég veit ekkert hvað hann er að gera, ég er óánægður með hann. Ég heyri ekkert frá honum og það kemur ekkert upp sem mér finnst ótrúlegt miðað við þá menn sem ég er að tala við. Ég þarf bara að taka á þessu sjálfur og gera breytingar. Ég horfi til Spánar. Það eru ekki margar borgir á Ítalíu sem mér langar að spila í," sagði Jón Arnór að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Fleiri fréttir 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum