Viðskipti innlent

Bréf Straums hækka um tæp 140 prósent á mánuði

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Straumi hækkaði um 2,88 prósent í fyrstu viðskiptum í Kauphöllinni í dag og stendur gengi bréfa í fjárfestingabankanum nú í 2,5 krónum á hlut. Rúmur mánuður er síðan bréfin lágu í rétt rúmri krónu á hlut og nemur gengishækkun þeirra því tæpum 140 prósentum.

Á sama tíma hækkaði gengi bréfa í Bakkavör um 0,54 prósent.

Önnur hreyfing var ekki á íslenskum hlutabréfamarkaði í morgunsárið.

Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 0,59 prósent og stendur hún í 311 stigum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×