Steinunn Valdís: Prófkjör kosta 22. apríl 2009 18:30 Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki. Kosningar 2009 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir fengu fjórar milljónir króna frá Baugi og FL Group til að fjármagna prófkjörsbaráttu sína árið 2006. Prókjör kosta, barnaskapur að halda annað, segir Steinunn Valdís. Björn Ingi Hrafnsson og Guðfinna Bjarnadóttir fengu milljón hvort í styrk frá Baugi samkvæmt leynistyrkjalista stjórnmálamanna sem DV birtir í dag. Fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í gær að meðal annars stórfyrirtækin Baugur og FL Group hefðu styrkt frambjóðendur fyrir síðustu alþingiskosningar um milljónir króna og verið til þess viljug meðan viðskiptalífið stóð í blóma árið 2006. Nú hefur DV bætt um betur og birt nöfn stjórnmálamanna og fyrrverandi ráðherra sem samkvæmt þeirra heimildum fengu háa styrki. Guðlaugur Þór Þórðarson fékk fyrir prófkjör 2006 tvær milljónir króna frá Baugi og aðrar tvær frá FL Group. Hann staðfesti í samtali við fréttastofu síðdegis að þessar tölur væru á réttu róli. Hann kvaðst jafnframt hafa allt sitt á þurru og skilað öllu til skattstjóra. Jafnframt kvaðst hann aldrei hafa lent í því að nokkur styrktarðili hefðu reynt að rukka inn greiðann. Guðlaugur Þór styður það að prófkjörsbókhald verði opnað - en hann muni ekki gera það einn. Hann neitaði að gefa upp hvað barátta hans hefði kostað í heild né heldur hvort hann hefði fengið jafnháa eða hærri styrki frá öðru fyrirtækjum. Steinunn Valdís fékk milljón frá Baugi og aðra frá FL Group fyrir prófkjör sitt til alþingis - en fékk jafnháa styrki frá þessum fyrirtækjum fyrir sveitarstjórnarprófkjör sama ár. Samtals fjórar milljónir. Í samtali við fréttastofu nú laust fyrir fréttir kvað hún ekkert hafa að fela og sjálfsagt að opna bókhaldið - gjöri aðrir slíkt hið sama. Þá hafði hún rekið baráttu sína á eigin kennitölu og skilað öllu til skattsins. Hún neitaði að tjá sig um það hvort hún hefði fengið fleiri jafnháa eða hærri styrki, en sagði prófkjörið hafa kostað sig tæpar fimm milljónir króna. Örskömmu eftir prófkjörin samþykktu flokkarnir að siðferðismörk leynistyrkja til flokkanna sjálfra væru 300 þúsund krónur. Steinunn Valdís neitaði að tjá sig um það hvort eðlilegt væri að einstaklingar í framboði hefðu fáum vikum áður þegið í trúnaði mun hærri styrki. Af öðrum á lista DV eru Björn Ingi Hrafnsson framsóknarmaður sem fékk eina milljón frá Baugi. Guðfinna Bjarnadóttir Sjálfstæðismaður fékk sömu upphæð. Aðrir fengu lægri styrki frá Baugi, Helgi Hjörvar Samfylkingarmaður fékk níuhundruð þúsund, Ármann Kr. Ólafsson Sjálfstæðismaður fékk 500, Katrín Júlíusdóttir Samfylkingu og Ragnheiður Ríkharðsdóttir Sjálfstæðisflokki sömuleiðis. Aðrir fengu lægri styrki.
Kosningar 2009 Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent Fleiri fréttir Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Sjá meira