Innlent

Ellefu umsækjendur um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknara vegna bankahrunsins
Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknara vegna bankahrunsins Mynd/Daníel Rúnarsson
Tólf umsóknir bárust um embætti þriggja sjálfstæðra saksóknara við embætti sérstaks saksóknara, en einn umsækjandi hefur dregið umsókn sína til baka. Umsækjendur um stöðurnar eru því ellefu talsins.

Umsóknarfrestur rann út hinn 26. ágúst síðastliðinn en dóms- og kirkjumálaráðherra skipar í stöðurnar eigi síðar en 1. október nk. Ráðuneytið mun nú leita umsagna um umsóknirnar frá embætti sérstaks saksóknara og settum ríkissaksóknara í málum sem til rannsóknar eru hjá embætti sérstaks saksóknara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×