Fótbolti

Zidane: Menn verða að vera klárir í bardaga í Dyflinni

Ómar Þorgeirsson skrifar
Zinedine Zidane.
Zinedine Zidane. Nordic photos/AFP

Goðsögnin Zinedine Zidane er sannfærður um að landar sínir í franska landsliðinu eigi eftir að vinna einvígið gegn Írum um laust sæti á HM næsta sumar en hann á von á því að það muni verða mjög erfitt.

Zidane segir mikilvægt að komast í gegnum fyrri leikinn í Dyflinni án þess að tapa og þá sé góður möguleiki fyrir hendi að klára dæmið í París.

„Þetta verður mjög erfitt en ég hef trú á franska landsliðinu því liðið hefur innanborðs mjög góða leikmenn. Aðal málið er að leikmennirnir geri sér grein fyrir því að þeir séu á leið í bardaga í fyrri leiknum í Dyflinni. Ef þeir komast í gegnum þann leik án þess að tapa er möguleikinn mjög góður.

Frakkar þurfa bara að vera rólegir og yfirvegaðir og taka einn leik fyrir í einu, þá hefst þetta" segir Zidane í viðtali við France Football.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×