Pör sem vilja ættleiða líða fyrir fjársvelti í góðærinu 25. ágúst 2009 05:00 Ættleiðingum fækkað Flest börn sem íslenskir foreldrar hafa ættleitt undanfarin ár hafa komið frá Kína, en nú hefur ættleiðingum þaðan fækkað verulega.Fréttablaðið/AP Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst. „Dómsmálaráðherra hefur talað eins og hún hafi mikinn skilning á okkar málum og við væntum þess að fara að sjá verulegar breytingar á næstunni," segir Hörður. Um 120 íslensk hjón bíða nú eftir því að geta ættleitt börn. Biðtíminn hefur lengst umtalsvert undanfarið og geta pör sem sækja um í dag vonast til að fá barn eftir þrjú til fjögur ár. Á síðasta ári voru þrettán börn ættleidd til landsins og allt stefnir í sama fjölda í ár, segir Hörður. Biðlistar hafa lengst mikið undanfarin ár og segir Hörður það afleiðingu þess að ættleiðingarfélögum hafi verið haldið í fjársvelti á þenslutímabilinu. Flest pör sem hafa ættleitt börn á undanförnum árum hafa ættleitt frá Kína, en nú hefur stórlega dregið úr ættleiðingum frá landinu. Sökum þess að málaflokkurinn hefur verið í fjársvelti undanfarin ár hefur ekki verið komið á ættleiðingarsambandi við nema örfá lönd, segir Hörður. Því líði fólk sem vilji ættleiða fyrir fjársveltið úr góðærinu. Fjórðungur fólks á biðlista, um 30 pör, mun detta út af biðlistum á næstunni sökum aldursmarks í íslenskum reglum. Áður en hægt er að ættleiða börn erlendis frá þarf að fá samþykki frá íslenskum dómsmálayfirvöldum. Þeir sem fá slíkt samþykki mega ekki vera eldri en 45 ára, og það gildir að hámarki í fjögur ár, segir Hörður. Þar sem bið eftir börnum hefur lengst er fjöldi fólks nú að falla á tíma. Eftir að samþykki íslenskra stjórnvalda renni út sé úti um draum þessara para um að eignast barn. Með því að leyfa samþykkinu að gilda lengur sé tekið fyrir þetta vandamál, enda til dæmis ekkert aldurshámark þegar fólk er á annað borð komið á biðlista í Kína. Íslensk ættleiðing þrýstir einnig á dómsmálayfirvöld að heimila fólki að vera á biðlistum eftir barni í fleiri en einu landi í einu, segir Hörður. Fólk sem þegar sé í biðröð í einu landi eigi að fá möguleika á því að sækja um í öðru landi án þess að falla út af biðlistum sem það hafi jafnvel verið á árum saman. Það muni stytta bið fólks eftir því að fá að ættleiða barn. Íslenska reglugerðin er svipuð og á hinum Norðurlöndunum, en annars staðar, til dæmis í Bandaríkjunum, mega pör vera á fleiri en einum biðlista, segir Hörður.- bj Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira
Einfaldar breytingar á íslenskum reglum um ættleiðingar gætu aukið möguleika íslenskra hjóna á því að fá að ættleiða börn erlendis frá, segir Hörður Svavarsson, formaður Íslenskrar ættleiðingar. Félagið skorar á dómsmálaráðherra að breyta reglunum sem fyrst. „Dómsmálaráðherra hefur talað eins og hún hafi mikinn skilning á okkar málum og við væntum þess að fara að sjá verulegar breytingar á næstunni," segir Hörður. Um 120 íslensk hjón bíða nú eftir því að geta ættleitt börn. Biðtíminn hefur lengst umtalsvert undanfarið og geta pör sem sækja um í dag vonast til að fá barn eftir þrjú til fjögur ár. Á síðasta ári voru þrettán börn ættleidd til landsins og allt stefnir í sama fjölda í ár, segir Hörður. Biðlistar hafa lengst mikið undanfarin ár og segir Hörður það afleiðingu þess að ættleiðingarfélögum hafi verið haldið í fjársvelti á þenslutímabilinu. Flest pör sem hafa ættleitt börn á undanförnum árum hafa ættleitt frá Kína, en nú hefur stórlega dregið úr ættleiðingum frá landinu. Sökum þess að málaflokkurinn hefur verið í fjársvelti undanfarin ár hefur ekki verið komið á ættleiðingarsambandi við nema örfá lönd, segir Hörður. Því líði fólk sem vilji ættleiða fyrir fjársveltið úr góðærinu. Fjórðungur fólks á biðlista, um 30 pör, mun detta út af biðlistum á næstunni sökum aldursmarks í íslenskum reglum. Áður en hægt er að ættleiða börn erlendis frá þarf að fá samþykki frá íslenskum dómsmálayfirvöldum. Þeir sem fá slíkt samþykki mega ekki vera eldri en 45 ára, og það gildir að hámarki í fjögur ár, segir Hörður. Þar sem bið eftir börnum hefur lengst er fjöldi fólks nú að falla á tíma. Eftir að samþykki íslenskra stjórnvalda renni út sé úti um draum þessara para um að eignast barn. Með því að leyfa samþykkinu að gilda lengur sé tekið fyrir þetta vandamál, enda til dæmis ekkert aldurshámark þegar fólk er á annað borð komið á biðlista í Kína. Íslensk ættleiðing þrýstir einnig á dómsmálayfirvöld að heimila fólki að vera á biðlistum eftir barni í fleiri en einu landi í einu, segir Hörður. Fólk sem þegar sé í biðröð í einu landi eigi að fá möguleika á því að sækja um í öðru landi án þess að falla út af biðlistum sem það hafi jafnvel verið á árum saman. Það muni stytta bið fólks eftir því að fá að ættleiða barn. Íslenska reglugerðin er svipuð og á hinum Norðurlöndunum, en annars staðar, til dæmis í Bandaríkjunum, mega pör vera á fleiri en einum biðlista, segir Hörður.- bj
Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fleiri fréttir Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Sjá meira