Innlent

Dýraverndunarsinnar gagnrýna kattardráp á Húsavík

Kötturinn Carras sem var skotinn af færi.
Kötturinn Carras sem var skotinn af færi.

„Það er fráleitt að gera þetta svona," segir Ómar Dýrmundsson, formaður Dýraverndarsambands Íslands varðandi meindýraeyðinn sem skaut köttinn Carras á Húsavík síðastliðinn þriðjudag.

Sjálfur segir Ómar hann gruni að það vanti dálítið upp á verklagsreglur sveitafélaga sem og lögreglu varðandi meðhöndlun dýra sem eru annaðhvort dauð eða handsömuð.

„Við höfum sett af stað könnun í þéttbýlli sveitarfélögum landsins þar sem við sendum nokkrar spurningar til lögreglu og sveitafélaga um það hvernig eigi að meðhöndla dýr og almennt hvernig málum er háttað," segir Ómar en samtökin hafa ekki fengið svör nema frá litlum hluta þeirra sem fengu fyrirspurnirnar.

„Það þarf ákveðnar reglur um svona lagað en manni sýnist á öllu að þarna hafi þetta farið úr böndunum," segir Ómar um hið undarlega kattardráp á Húsavík.

Hann segir að dýraverndunarsinnar vilji ekki sjá dýr meðhöndluð með þessum hætti og gagnrýnir það harðlega.

Hann segir að það þurfi einfaldlega skýrar verklagsreglur um meðhöndlun hemilisdýra, hann gruni að það sé verulega ábótavant í þeim efnum: „Þó ég vilji ekki fullyrða neitt um það," bætir hann svo við.

Ómar segir að lokum að það sé samfélagsleg krafa um að það sé farið mannúðlega með heimilisdýr, þau séu í það minnsta aflífuð af dýralæknum, eins og lög kveða á um.


Tengdar fréttir

Kattadrápið: Húsavík biðst afsökunar

„Þetta var of langt gengið," segir Tryggvi Jóhannsson, framkvæmda- og þjónustufulltrúi Húsavíkurbæjar, um kattardrápið á Húsavík. Hann segir að þetta sé eina tilvikið þar sem húsköttur er skotinn þar í bæ. Kötturinn Carras var skotinn af færi á þriðjudagskvöldinu af meindýraeyði á Húsavík. Ástæðan var sú að nú stendur yfir átak þar sem reynt er að losa bæinn við lausagöngu katta.

Skaut köttinn Carras með haglabyssu á Húsavík

Meindýraeyðir á Húsavík skaut köttinn Carras innabæjar á þriðjudagskvöldinu en eigandinn, Huld Hafliðadóttir, er afar ósátt við aðfarirnar. Samkvæmt reglugerð sem bærinn hefur sett þá er lausaganga katta bönnuð í bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×