Sjaldan veldur einn þá tveir deila 1. nóvember 2009 20:00 Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið. Í athugasemd frá Rúnari Fjelsted hjá Keiluhöllinni segir að upphaf umræddra ryskinga megi rekja til þess að stúlka og vinir hennar hafi gert stöðugar athugasemdir við framkomu þeirra einstaklinga sem spiluðu á næstu braut, sem leiddi til þess að deilur upphófust milli hópanna. Faðir stúlkunnar sagði á Vísi í gærkvöldi að dóttir sín hefði orðið fyrir árás, svo sá á henni og félögum hennar, og gagnrýndi starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir afskiptaleysi. Þetta segir Rúnar ekki rétt þar sem strax í upphafi hafi dyravörður komið á vettvang til að stilla til friðar. Meðal annars hafi stúlkunni og vinum hennar verið boðið að færa sig á aðra braut, en því hafi verið hafnað. Hann tekur fram að dyraverðir hjá Keiluhöllinn séu viðurkenndir af lögreglunni og komi frá fyrirtækinu Gæsla.is „Þegar ryskingar hófust, sem greinilega orsökuðust af orðadeilum milli aðila, komu þrír aðrir starfsmenn á vettfang sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stilla til friðar. Þá þegar var hringt á lögreglu, sem komin var á staðinn innan 10 mínútna. Það er ekki rétt sem faðir stúlkunnar (sem var ekki á staðnum) heldur fram. Að aðilar á næstu braut hafi verið, að grýta keilukúlum og hlaupa yfir brautir annarra. Þetta má sjá á myndbandi sem til er hjá Keiluhöllinni að svo sé ekki rétt," segir Rúnar í athugasemd sinni. Ennfremur segir hann að starfsfólki og forráðamönnum Keiluhallarinnar þyki afar leitt að til þessara átaka hafi komið. Á engan hátt sé hægt að afsaka þá framkomu sem átti sér stað, en sjaldan valdi einn þá tveir deila. „Það er afar fátítt að slíkir atburðir gerist hjá Keiluhöllinni. Miklu fremur ríkir þar gleði og ánægja hjá þeim rúmlega 200 þúsund manns sem heimsækja Keiluhöllina árlega." Fyrrnefnda frétt frá því í gærkvöldi er hægt að sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vegna fréttar sem birtist á Vísi í gærkvöldi um slagsmál í Keiluhöllinni vill fyrirtækið taka nokkur atriði fram, þar sem ekki hafi verið greint rétt frá í fréttinni. Málið snýst um átök sem brutust út seint á föstudagskvöldið milli tveggja hópa sem voru á brautum hlið við hlið. Í athugasemd frá Rúnari Fjelsted hjá Keiluhöllinni segir að upphaf umræddra ryskinga megi rekja til þess að stúlka og vinir hennar hafi gert stöðugar athugasemdir við framkomu þeirra einstaklinga sem spiluðu á næstu braut, sem leiddi til þess að deilur upphófust milli hópanna. Faðir stúlkunnar sagði á Vísi í gærkvöldi að dóttir sín hefði orðið fyrir árás, svo sá á henni og félögum hennar, og gagnrýndi starfsfólk Keiluhallarinnar fyrir afskiptaleysi. Þetta segir Rúnar ekki rétt þar sem strax í upphafi hafi dyravörður komið á vettvang til að stilla til friðar. Meðal annars hafi stúlkunni og vinum hennar verið boðið að færa sig á aðra braut, en því hafi verið hafnað. Hann tekur fram að dyraverðir hjá Keiluhöllinn séu viðurkenndir af lögreglunni og komi frá fyrirtækinu Gæsla.is „Þegar ryskingar hófust, sem greinilega orsökuðust af orðadeilum milli aðila, komu þrír aðrir starfsmenn á vettfang sem gerðu allt sem í þeirra valdi stóð til að stilla til friðar. Þá þegar var hringt á lögreglu, sem komin var á staðinn innan 10 mínútna. Það er ekki rétt sem faðir stúlkunnar (sem var ekki á staðnum) heldur fram. Að aðilar á næstu braut hafi verið, að grýta keilukúlum og hlaupa yfir brautir annarra. Þetta má sjá á myndbandi sem til er hjá Keiluhöllinni að svo sé ekki rétt," segir Rúnar í athugasemd sinni. Ennfremur segir hann að starfsfólki og forráðamönnum Keiluhallarinnar þyki afar leitt að til þessara átaka hafi komið. Á engan hátt sé hægt að afsaka þá framkomu sem átti sér stað, en sjaldan valdi einn þá tveir deila. „Það er afar fátítt að slíkir atburðir gerist hjá Keiluhöllinni. Miklu fremur ríkir þar gleði og ánægja hjá þeim rúmlega 200 þúsund manns sem heimsækja Keiluhöllina árlega." Fyrrnefnda frétt frá því í gærkvöldi er hægt að sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lögreglan hafði afskipti af slagsmálum í Keiluhöllinni Lögreglan var kölluð að Keiluhöllinni í Öskjuhlíð um klukkan hálf eitt í nótt vegna slagsmála innan dyra. Að sögn varðstjóra var lítið bókað um atvikið en faðir stúlku sem varð fyrir árás segist undrandi á viðbrögðum starfsfólks Keiluhallarinnar. Dóttir hans hlaut áverka eftir að hópur fólks réðst að henni og félögum hennar. 31. október 2009 21:00