Fótbolti

Lyon keypti stjörnuleikmann erkifjenda sinna

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bafetimbi Gomis spilar með Lyon næstu árin.
Bafetimbi Gomis spilar með Lyon næstu árin. Mynd/AFP

Franska liðið Lyon keypti í dag franska landsliðsframherjann Bafetimbi Gomis frá erkifjendum sínum í St. Etienne. Lyon borgar 15 milljónir evra fyrir hann.

Lyon er þarna kannski búið finna manninn til þess að fylla í skarð Karim Benzema sem liðið seldi til Real Madrid í sumar.

Bafetimbi Gomis er 23 ára gamall en hann skoraði tíu mörk í frönsku deildinni á síðasta tímabili. Gomis hefur skorað 2 mörk í 6 landsleikjum fyrir Frakka. Hann gerir fimm ára samning við Lyon.

Áður hafði Lyon keypt argentínska framherjann Lisandro Lopez og varnarmanninn Aly Cissokho frá Porto og Michel Bastos frá Lille en samanlagt hafa þessir leikmenn kostað franska liðið 72 milljónir evra.

Lyon og Saint-Étienne eru nágrannalið í frönsku ölpunum en það eru aðeins um 60 kílómetrar á milli borganna. Slagur liðanna er oft kallaður Rínar-derby slagurinn.

Lyon hefur verið besta franska liðið á síðustu árum en á árum áður var það St. Etienne liðið sem var almennt talið vera besta franska liðið. Eins og í mörgum öðrum derby-slögum eru þarna á ferðinni ríka liðið (Lyon) og lið verkamannanna (St. Etienne).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×