Innlent

Hannes rannsakar kommúnista

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætlar að rannsaka íslenska kommúnista á árunum 1918-1998.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson ætlar að rannsaka íslenska kommúnista á árunum 1918-1998.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands, hyggst rannsaka íslenska kommúnista á árunum 1918 til 1998. Hlaut hann eina milljón króna í rannsóknarstyrk úr minningarsjóði um Bjarna Benediktsson fyrrverandi forsætisráðherra sem veittur var í gær.

Sigurður Gylfi Magnússon og Gunnar Þór Bjarnason fengu einnig styrki á sviði sagnfræði. Frá þessu greinir Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra á vefsíðu sinni.

Rannsóknarsjóðurinn var stofnaður á síðasta ári, 30. apríl, á 100 ára afmæli Bjarna Benediktssonar til að styrkja rannsóknir á sviði lögfræði og sagnfræði. Helgi Áss Grétarsson, Gunnar Þ. Pétursson og Ólafur I. Hannesson fengu styrk á sviði lögfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×