Handbolti

Guðjón Valur og Ólafur öflugir í sigri RN Löwen

Ómar Þorgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson.
Guðjón Valur Sigurðsson. Nordic photos/AFP

Íslensku landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson fóru mikinn í 33-30 sigri Rhein-Neckar Löwen gegn Gorenje Velenje í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Guðjón Valur var markhæstur RN Löwen-manna með 7 mörk en Ólafur skoraði 6 mörk.

Snorri Steinn Guðjónsson lék einnig með RN Löwen í leiknum komst ekki á blað að þessu sinni.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×