Erlent

Líklegt að Madoff kveðist sekur um 50 milljarða svik

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Bernard Madoff í lögreglufylgd.
Bernard Madoff í lögreglufylgd.

Líklegast þykir að svikahrappurinn Bernard Madoff lýsi yfir sekt sinni í einu stærsta fjársvikamáli í sögu Bandaríkjanna en hann er ákærður í 11 liðum fyrir svik sem talin eru nema allt að 50 milljörðum dollara.

Madoff svindlaði með því að greiða fjárfestum í fyrirtækjasjóðum arð með fé frá nýjum fjárfestum og gæti átt yfir höfði sér allt að 150 ára fangelsisdóm verði hann fundinn sekur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×