Innlent

Smyglskúta enn ófundin

Frá Hornafirði í dag.
Frá Hornafirði í dag.

Landhelgisgæslan og sérsveit ríkislögreglustjórans reyna enn að hafa uppi á skútunni sem smyglaði yfir hundrað kílóum af fíkniefnum til landsins.

Lögreglan verst allra frétta af málinu og vildi ekki gefa upp hvort það væri líklegt að þeir myndu na skútunni von bráðar.

Samkvæmt fréttum RÚV kom fram að skip landhelgisgæslunnar væri að nálgast skipið.


Tengdar fréttir

Einn hinna handteknu áður siglt skútu til Hornafjarðar

Einn hinna handteknu í skútumálinu sem kom upp í dag hefur áður siglt skútu til Hafnar í Hornarfirði. Um er að ræða þrítugan karlmann sem áður hefur verið ákærður fyrir stórfellt fíkniefnasmygl.

Nokkrir handteknir og þyrlur lentar

Þyrlur Landhelgisgæslunnar er lentar á Höfn í Hornafirði og Fokker vél gæslunnar var að taka á loft. Ekki þykir ljóst hvað er um að vera en samkvæmt heimildum Vísis þá veitti gæslan smyglskútu eftirför.

Skútunnar enn leitað - tugir kílóa haldlögð

Lögreglan leitar enn að skútunni samkvæmt fréttatilkynningu sem lögreglan sendi frá sér vegna fíkniefnamálsins. Lögreglan hefur lagt hald á tugi kílóa af fíkniefnum en þeir vilja ekki gefa upp hvaða tegund um er að ræða en þær eru fleiri en ein.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×