Fótbolti

Allt vitlaust í Katalóníu

Nordic Photos/Getty Images

Katalóníuhérað á Spáni var allt á öðrum endanum í gærkvöldi og nótt eftir að Barcelona tryggði sér sigur í Meistaradeildinni með 2-0 sigri á Manchester United.

Alls voru 134 handteknir í héraðinu í nótt þar sem fagnaðarlætin fóru víða úr böndunum - ekki síst í Barcelona-borg þar sem 119 voru handteknir.

Yfir 150 manns voru fluttir á sjúkrahús vegna meiðsla í látunum, en talið er að yfir 100 þúsund manns hafi fagnað fram eftir morgni í Barcelona. 100 manna hópur lenti í átökum við lögreglu seint í nótt.

Þá fór flugeldasýning í nágrenni Tarragona úr böndunum og kveikti skógarelda á 600 metra löngu svæði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×