Veðrið gæti hjálpað sjálfstæðismönnum Magnús Már Guðmundsson skrifar 23. apríl 2009 16:00 Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2. Mynd/Vilhelm Gunnarsson Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum." Kosningar 2009 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira
Veðrið á kjördag gæti hjálpað sjálfstæðismönnum en unnið gegn framsóknarmönnum. Þetta segir Sigurður Þ. Ragnarsson, veðurfræðingur á Stöð 2, oft kallaður Siggi Stormur eða Stormurinn. Hann telur að vinstriflokkarnir nái sætum sigri. Siggi segir að skýra megi að nokkru tengsl veðurs og úrslita fyrir einstaka pólitíska hópa. Sjálfstæðismenn virðast þó óháðastir veðurfari á kjördag. Þetta gildi einkum þegar horft er á Framsóknarflokkinn og vinstriflokkana.Vinstrimenn hagnast á þungbúnu veðri „Framsóknarflokkurinn nær ávallt sínum sætustu sigrum í hægviðri og hlýju veðri en úrkoman vinnur gegn honum. Þannig er afleitt fyrir Framsóknarflokkinn að kosið sé þegar úti er úrkomusamt og hiti lágur," segir Siggi. Þá segir Siggi að vinstriflokkarnir nái ávallt góðum árangri í þungbúnu veðri og lágum hita og helst þurfi að vera úrkoma. „Í bjartviðri og hlýindum vinna þeir ekki sína stærstu sigra. Þá skulu þeir í það minnsta ekki vænta stórsigurs." Veðurfræðingurinn segir að veður hafi lítil áhrif á heildarkosningaþátttöku. Það sé hins vegar skýrt að Framsóknarmenn taki frekar þátt í kosningum í góðu veðri en í leiðinda veðri. „Er það túlkun mín að sá hluti kjósenda sem er nokk sama um kosningar almennt og nenna ómögulega á kjörstað í vondu veðri drífa sig af stað þegar veður er gott. Þessi hópur fólks virðist halla sér meira að miðjunni og því verður Framsóknarflokkurinn fyrir valinu." Reiknar með að veðrið hjálpi sjálfstæðismönnum Veðurhorfur gætu hjálpað Sjálfstæðisflokknum á laugardaginn, að mati Sigga. „Þó staða hans í skoðanakönnunum sé afleit má reikna með að veðrið hjálpi eitthvað." Siggi segir að veðrið gæti unnið gegn framsóknarmönnum og þá sérstaklega í einu helsta vígi flokksins á norðanverðu landinu. „Þar verður kalt og él og það afleit staða. Suðurhluti landsins vegur þarna eitthvað á móti." Vinstri flokkarnir ættu að ná sætum sigri, að mati Sigga. „Ekki endilega stórsigri eins og skoðanakannanir benta til þar sem blíðskaparveður verður sunnanlands en Norðurland vegur þarna upp á móti með kaldara veðri og éljum."
Kosningar 2009 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Innlent Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Innlent Vill að stjórn FH fari frá Innlent Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Innlent Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Erlent Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Innlent Fleiri fréttir Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Þjóðin fær nýja ríkisstjórn í jólagjöf Umfangsmikið útkall í Suðurhrauni vegna mikils reyks Flýta flugeldasýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningarnótt Sjá meira