Formúla 1

Massa reyndist höfuðkúpubrotinn eftir slys

Felipe Massa liggur á gjörgæslu á spítala í Búdapest.
Felipe Massa liggur á gjörgæslu á spítala í Búdapest. mynd: kappakstur.is

Brasilíumaðurinn Felipe Massa liggur á gjörgæsludeild á spítala í Búdapest eftir slys í tímatökum í dag. Hann skall harkalega á varnarvegg eftir að aðskotahlutur skaust í hjálm hans og rotaði hann.

Massa var fluttur með sjúkraþyrlu á sptíala með heilahristing og við rannsókn kom í ljós að hann hafði höfuðkúpubrotnað. Aðgerð var gerð á höfði hans á spítalanum, en hann skarst einnig á enni.

Talið er að gormur úr bíl Rubens Barrichello hafði flogið af bíl hans og þeyst í hjálm Massa, sem varð rænulaus við höggið og rann útaf brautinni og á varnarvegginn. Nokkurn tíma tók að losa hann úr bílnum, enda vandasamt verk að losa menn án þess að skapa óþarfa hættu á frekari meiðslum.

Sjá nánar um tímatökuna og óhappið








Fleiri fréttir

Sjá meira


×