Menning

Skrítnar stelpur á kvikmyndahátíð

Skrítnu stúlkurnar verða áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival.
Skrítnu stúlkurnar verða áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival.
Listahópurinn Weird Girls Project verður áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival sem verður haldin á Grundafirði í annað sinn í lok febrúar.

Þar ætla stúlkurnar að frumsýna nýtt tónlistarmyndand auk þess sem nýjasta uppátæki þeirra verður framkvæmt á hátíðinni. Einnig mun forsprakki Weird Girls, Kitty Von-Sometime, spila í „næntís" partíi ásamt Dj Mokki og útvarpskonunni Margréti Maack.

Fyrsta Northern Waves-hátíðin í fyrra heppnaðist einkar vel og í ár voru sendar til keppni yfir níutíu stuttmyndir og tónlistarmyndbönd. Úr þeim bunka voru fimmtíu myndir valdar frá fimmtán löndum. Hátíðin fer fram dagana 27. febrúar til 1. mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.