Innlent

Sumarið það sjöunda hlýjasta í Reykjavík

Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar
Mælirinn á Akureyri sýndi 28 gráður.
Mælirinn á Akureyri sýndi 28 gráður.
Sumarið í sumar er það sjöunda hlýjasta í Reykjavík frá því mælingar hófust árið 1870 og þriðja þurra sumarið í röð. Þetta kemur fram þegar rýnt er í gögn yfir veðurlagið í sumar.

Heilt yfir séð var sumarið áberandi betra sunnan- og vestanlands. Það var með þeim hægðviðrasömustu sem komið hafa auk þess sem það var þurrt og sólríkt víða um land einkum þó syðra. Í júlí í ár þarf að fara aftur til ársins 1889 til að finna jafn litla úrkomu í Reykjavík og fjöldi þurrkameta voru sett í júlímánuði eða á um 26 veðurathugunarstöðvum.

Sérstakt kuldakast gerði í nokkra daga í lok júlí með næturfrostum á Suðurlandi og við það féllu kartöflugrös víð á sunnanverðu landinu.

Þegar horft er á sólarinnar að þá var þetta sólríkt sumar. Liggur nærri að landsmenn hafa fengið viðbótar sól í nær hálfan mánuð umfram það sem gerist að jafnaði.

Á norður- og austurlandi var sumarið ekki eins hagstætt þó hiti hafi verið ofan meðallags. Framan af sumri var þar þurrviðrasamt en síðari hlutinn hefur verið vætusamari og sumstaðar rigndi raunar mjög mikið síðari hluta sumars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×